Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 267

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.05.2021 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr. 2102014 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2021, verði dagskrárliður 9.
Mál.nr. 2104002 - Samstarfssamningur um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, verði dagskrárliður 10.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2102029 - Umframkostnaður - Úttekt endurskoðanda
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 3:
2102029 - Umframkostnaður - Úttekt endurskoðanda
Greinargerð endurskoðanda lögð fram.
Frestað til næsta fundar.

Byggðarráð þakkar fyrir úttektina og leggur áherslu á að ábendingum hennar verði fylgt.
Samþykkt samhljóða.
Dalabyggð - ferli og eftirlit með fjárfestingum_28.4.2021_Endanlegt.pdf
2. 2101043 - Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir
Lóðarleigusamningur vegna hússins Skuld.
Samningurinn staðfestur.
3. 2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 13:
2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Úr fundargerð 204. fundar sveitarstjórnar 15.04.2021, dagskrárliður 20:
2104013 - Umsókn í Brothættar byggðir
Tillaga um að Dalabyggð sæki um aðild að verkefninu "Brothættar byggðir".
Oddviti les tillögu að bókun sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að kanna hvort að Dalabyggð geti fengið aðild að verkefninu brothættum byggðum og/eða verkefnum sem unnin eru með sambærilegri aðferðafræði.
Óskað er eftir því að fulltrúi frá SSV komi á næsta fund byggðarráðs vegna málsins.

Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV og Ólafur Sveinsson fagstjóri tengdust fundinum í gegnum fjarfundabúnað.


Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir því að SSV sæki um framlag úr Byggðaáætlun (C-1) til eflingu byggðar.
Samþykkt samhljóða.
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir dagskrárlið 3.
4. 2104012 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 16:
2104012 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Úr fundargerð 204. fundar sveitarstjórnar 15.04.2021, dagskrárliður 19:
2104012 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Erindi frá Einari Hlöðver Erlingssyni og Ingibjörgu Þórönnu Steinudóttur vegna skólaaksturs fyrir leikskólabörn.
Til máls taka Skúli, Einar, Pálmi, Eyjólfur.
Oddviti les tillögu að bókun sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að vinna tillögur að lausn varðandi skólaakstur leikskólabarna.
Samþykkt samhljóða.
Skólastjóra falið að ræða við verktaka á leiðum 1 og 2 um fjölgun plássa fyrir leikskólabörn.
Byggðarráð vísar því til fræðslunefndar að endurskoða reglur um skólaakstur.
Samþykkt samhljóða.

Lagt er til að fyrirkomulagi varðandi skólaakstur verði í samræmi við eftirfarandi:
1. Akstur skólabíla verði á starfstíma (kennsludögum) grunnskóla.
2. Öllum leikskólabörnum verði tryggt sæti í skólabíl á sama hátt og nemendum í grunnskóla. Þetta þýðir m.a. að leikskólabörn verða sótt á heimili í dreifbýli þó að ekki sé grunnskólabarn á sama heimili. Gerðar verði ráðstafanir til að tryggja að þetta taki gildi skólaárið 2021-2022.
3. Komi til þess að sett verði á laggirnar framhaldsskólakennsla í Búðardal verði gert ráð fyrir framhaldsskólanemendum í skólabílum. Þetta taki þó ekki gildi fyrr en haustið 2022.
4. Þriggja ára samningur við verktaka vegna skólaaksturs (í kjölfar útboðs 2019) klárast eftir skólaárið 2021-2022. Heimild til framlengingar (í tvisvar sinnum eitt ár) verði ekki nýtt heldur aksturinn boðinn út að nýju þar sem verði breytt ákvæði um akstur nemenda í leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Skólastjóra falið að ræða áfram við verktaka á leiðum 1 og 2.

Samþykkt samhljóða.

5. 2104011 - Erindi vegna skólaaksturs á Fellsströnd - leikskólabörn
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 15:
2104011 - Erindi vegna skólaaksturs á Fellsströnd - leikskólabörn
Úr fundargerð 204. fundar sveitarstjórnar 15.04.2021, dagskrárliður 18:
2104011 - Skólaakstur á Fellsströnd - leikskólabörn
Erindi frá Sæþóri Sindra Kristinssyni vegna skólaaksturs leikskólabarna á Fellsströnd.
Til máls taka Skúli, Sigríður, Einar, Eyjólfur.
Oddviti les tillögu að bókun sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að vinna tillögur að lausn varðandi skólaakstur leikskólabarna.
Samþykkt samhljóða.
Skólastjóra falið að ræða við verktaka á leiðum 1 og 2 um fjölgun plássa fyrir leikskólabörn.
Byggðarráð vísar því til fræðslunefndar að endurskoða reglur um skólaakstur.
Samþykkt samhljóða.


Vísað er til afgreiðslu á dagskrárlið 4.
Haraldur Haraldsson skólastjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 4 og 5.
6. 2105003 - Ósk um tímabundna skólavist utan sveitarfélags
Fært í trúnaðarbók.
Mál til kynningar
7. 2101001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021
Breytingartillaga við frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna Sveitarfélaga.

Umsögn Dalabyggðar vegna máls 708 lögð fram.

Umsögn Dalabyggðar um 708_mál.pdf
8. 2105006 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2021
Aðalfundarboð lagt fram.
Fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf. 2021.pdf
9. 2102014 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2021
Fundarboð vegna eigendafundar (framhaldsaðalfundur) lagt fram.
20210505_Fundargerð heilbrilgðisnefndar.pdf
Aukaaðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands 20_05_2021.pdf
10. 2104002 - Samstarfssamningur um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Uppfærð tillaga að samstarfssamningi lögð fram.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við tillögu að samþykkt fyrir Heilbrigðiseftirlitið.
Samþykkt samhljóða.
2021_0505_Samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands Kjós_Tillaga nefndar til eigenda.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta