Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 109

Haldinn á fjarfundi,
06.11.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2004003 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Dalabyggðar að óska umsagnar Minjastofnunar vegna skógræktarverkefna
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lögð fram.
Fyrir liggur niðurstaða frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála varðandi kæru á ákvörðunum sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 5. mars 2020 um að binda samþykkt umsókna um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi þriggja jarða í Dalabyggð tilteknum skilyrðum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd er sammála um að orðalag fyrirvara um samþykkt aðliggjandi jarða hafi verið óheppilegt. Eftir stendur að leita þarf umsagna hjá hagsmunaaðilum, m.a. eigendum aðliggjandi jarða, og af því leiðir að afla þarf þeirra með framkvæmd grenndarkynningar, t.d. vegna óljósra landamerkja og nálægðar tilvonandi skógræktar við mannvirki.

Sveitarstjórn er óheimilt að veita leyfi til framkvæmda án þess að fyrir liggi fornleifa-, húsa- og mannvirkjaskráningar skv. 2. mgr. 16. gr. laga um menningarminjar. Fornleifa-, húsa- og mannvirkjaskráningar á tilteknu svæði telst ekki lokið fyrr en skráning hefur hlotið staðfestingu Minjastofnunar Íslands sbr. 6. mgr. 15. gr. laga um menningarminjar. Sveitarstjórn er því ekki heimilt að veita leyfi án þess að fyrir liggur staðfesting MÍ á fornleifa,- húsa- og mannvirkjaskráningu svæðisins.

Nefndin telur þó ýmis ákvæði Minjastofnunar Íslands í tengslum við umsagnir um veitingu framkvæmdaleyfa íþyngjandi fyrir landeigendur og framkvæmdaraðila, m.a. vegna kostnaðar og umfangs skráningarinnar.

Hvetur nefndin Minjastofnun og Skógræktina til að koma upp verklagi við fornleifaskráningu sem er ekki íþyngjandi fyrir skógarbændur.

Með hliðsjón af framangreindu leggur nefndin því til að sveitarstjórn felli úr gildi samþykktar leyfisveitingar fyrir skógrækt að Hóli og Stóra-Langadal samkvæmt 25. gr. stjórnsýslulaga og að þær verði afgreiddar að nýju.
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.pdf
Almenn skilyrði framkvæmdaleyfa fyrir skógrækt.pdf
2. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindlundar
Lagt fram bréf frá Stormorku vegna viðauka við Landskipulagsstefnu 2015-2026.
Fyrir liggur bréf frá Storm Orku þar sem óskað er eftir svörum vegna tafa sem hafa orðið á við gerð viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026.

Fyrstu tvær spurningar í fyrirspurn Storm Orku varðar málsmeðferð viðauka við Landsskipulagsstefnu og hvenær hann gæti öðlast gildi.

Skipulagsfulltrúi Dalabyggðar óskaði svara frá Skipulagsstofnun við þessum spurningum sem voru svohljóðandi: ,,Ferlið við gerð viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 er eftirfarandi og hefur verið uppfært miðað við tafir. Enn er stefnt að því að auglýsa tillöguna nú um mánaðarmótin. Það er hins vegar ekki gott að segja hvenær viðaukinn tekur gildi sem þingsályktun.

Júlí 2018: Umhverfis- og auðlindaráðherra skilgreinir umfang og áherslur í bréfi til Skipulagsstofnunar.
Mars 2019: Lýsing fyrir gerð viðaukans kynnt opinberlega.
Maí 2019: Samantekt um afrakstur samráðs um lýsingu kynnt opinberlega.
Forsendugreining og undirbúningur stóð yfir frá síðari hluta 2019 fram til miðs 2020.
Okt. 2019 - ágúst 2020: Morgunfundaröð um landsskipulagsstefnu.
Vinnsla tillögu ásamt greinargerð og umhverfismati hefur farið fram 2020, stefnt að auglýsingu í nóv. 2020.
Að lokinni auglýsingu tekur við 8 vikna kynningartími.
Að loknum kynningartíma tekur Skipulagsstofnun saman umsögn um framkomnar umsagnir og athugasemdir og skilar til ráðherra.
Ráðherra tekur tillögur Skipulagsstofnunar ásamt umsögninni til skoðunar og gengur frá tillögu til þingsályktunar að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi ráðuneyti."

Varðandi þriðju spurningu í fyrirspurn Storm Orku sem varðar það hvort sveitarstjórn ætli að breyta skipulagsáætlunum sínum í samræmi við plagg áður en það er orðið lögformlegt eða bíða þar til málsmeðferð lýkur, vísar nefndin í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar vegna máls númer 2009030, 2. október 2020.
Bréf til sveitarstjórnar 29 okt 2020.pdf
Svar frá Skipulagsstofnun vegna viðauka landsskipulagsstefnu.pdf
3. 1910024 - Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á jörðinni Hóli.
Umhverfis- og skipulagsnefnd vísar í afgreiðslu máls númer 2004003 og fellir málið niður.
4. 2010019 - Nafnabreyting úr Ljárskógalandi í Vindheima
Óskað er eftir nafnabreytingu á landeign - úr Ljárskógalandi í Vindheima.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við hið nýja nafn og samþykkir breytinguna.
Mál til kynningar
5. 2010011 - Virkjun vindorku á Íslandi
Lagt fram til kynningar stefnumótunar- og leiðbeiningarrit Landverndar um virkjun vindorku á Íslandi.

Nefndin þakkar innsend gögn frá Landvernd.
Vindorka - vöndum til verka.pdf
Vindorkuver - tillögur sendar til rammaáætlunar 4.pdf
Virkjun vindorku á Íslandi - bæklingur.pdf
6. 2010017 - Skýrsla um smávirkjanir
Lögð fram til kynningar skýrsla frá samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um smávirkjanir.
Lögð fram til kynningar skýrsla Arnarlæks á vegum samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um smávirkjanir dags. apríl 2020. Um er að að ræða frumúttekt valkosta.
Arnarlækur Smávirkjanir á Vesturlandi - Frumúttekt valkosta. Útgáfa 2.pdf
7. 2010025 - Strandverðir Íslands - hreinsun strandlengju Íslands
Lagt fram til kynningar erindi frá Strandvörðum Íslands.
Nefndin þakkar erindið en tekur undir sjónarmið sveitarstóra Dalabyggðar um að verkefnið rúmist ekki innan fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2021.
Strandverðir Íslands - kynning.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45 

Til bakaPrenta