Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 50

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
27.01.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Sigurður Ólafsson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Karl B. Örvarsson og Halldóra Árnadóttir koma sem gestir fyrir fundinn undir dagskrárlið 1.
1. 2501038 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2025
Gestir - Dalahótel.
Nefndin þakkar Karli og Halldóru fyrir komuna og samtalið.
2. 2410009 - Fjallskilasamþykkt
Á 248. fundi sveitarstjórnar var fjallað um fjallskil og þar m.a. bókað að byggðarráð tæki fyrir endurskoðun fjallskilasamþykktar.
Á 329. fundi byggðarráðs var svo bókað að sveitarstjóri og formaður atvinnumálanefndar myndu funda með formönnum fjallskilanefnda upp úr áramótum.

Staða mála rædd og formaður fylgir umræðum af fundinum eftir, á fundum með formönnum fjallskilanefnda.
Fjallskilasamþykkt.pdf
Mál til kynningar
3. 2501001 - Uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal
Staða tilraunaverkefnis Byggðastofnunar í samstarfi við Dalabyggð kynnt.
Staða mála rædd.
Lagt fram til kynningar.
Screenshot 2025-01-23 120938.pdf
4. 2410006 - Sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi
Atvinnumálanefnd tók fyrir á fundi sínum í október skýrslu sem KPMG vann fyrir SSV um greiningu á sjálfbærum atvinnusvæðum á Vesturlandi. Hér er lögð fram skýrsla um græna iðngarða - skilgreining, markmið og ávinningur.
Lagt fram til kynningar.
Grænir iðngarðar í hnotskurn.pdf
Sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi..pdf
5. 2501035 - Handbók til sveitarfélaga um uppbyggingu ferðamannastaða
Sveitarfélög koma oft að þróun, leyfisveitingum og framkvæmdum við ferðamannastaði en stundum leikur vafi á atriðum varðandi ábyrgð, rekstur og framtíðarsýn um staðina. Þá hefur þótt vanta forsendur og verkferla við ákvarðanatöku.
Í samráði við Ferðamálastofu vann Markaðsstofa Suðurlands handbók sem á að auðvelda sveitarfélögum í stefnumótun, ákvörðunum og aðgerðum við uppbyggingu ferðamannastaða.
Í handbókinni er leitast við að aðstoða sveitarfélög í að meta hvert hlutverk þeirra er í uppbyggingu áfangastaða, hver hagur þeirra er af ferðamannastöðum og til hvaða þátta þarf að líta í allri ákvarðanatöku.

Lagt fram til kynningar.
handbok-til-sveitarfelaga-um-uppbyggingu-ferdamannastada-2025 (1)..pdf
6. 2401029 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2024
Skráð atvinnuleysi í október var 3,4% og hækkaði úr 3,3% í september.
Atvinnuleysi á Vesturlandi stóð í stað frá fyrri mánuði og var 2,8%.
Atvinnulausum fjölgaði í flestum atvinnugreinum í október, mest var fjölgunin í farþegaflutningum með flugi. Atvinnulausum fækkaði lítillega í lok október í fjórum atvinnugreinum mest þó í opinberri þjónustu.
Alls komu inn 167 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í október, þar af 3 á Vesturlandi.

Skráð atvinnuleysi í nóvember var 3,7% og hækkaði úr 3,4% í október.
Atvinnuleysi á Vesturlandi hækkaði í 3,2%.
Atvinnulausum fjölgaði í flestum atvinnugreinum í nóvember, mest var fjölgunin í farþegaflutningum með flugi. Atvinnulausum fækkaði lítillega í lok nóvember í fjórum atvinnugreinum mest þó í fiskveiðum, -eldi og -vinnslu.
Alls komu inn 176 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í nóvember, þar af 22 á Vesturlandi.

Skráð atvinnuleysi í desember hækkaði um 0,1% bæði á landsvísu (3,8%) og á Vesturlandi (3,3%).
Atvinnulausum fjölgaði í flestum atvinnugreinum í desember, mest var fjölgunin í byggingariðnaði. Atvinnulausum fækkaði lítillega í lok nóvember í fimm atvinnugreinum mest þó í opinberri þjónustu.
Alls komu inn 78 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í desember, þar af aðeins 1 á Vesturlandi.

Lagt fram til kynningar.
Okt_ber_2024_sk_rsla.pdf
N_vember_2024_sk_rsla.pdf
Desember_2024_sk_rsla.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:11 

Til bakaPrenta