Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 263

Haldinn á fjarfundi,
25.02.2021 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Málnr. 2009024 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19, almennt mál, verði dagskrárliður 8.
Málnr. 2102030 - Að vestan 2021, almennt mál, verði dagskrárliður 9.
Málnr. 2008011 - Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags, almennt mál, verði dagskrárliður 14.
Málnr. 2102032 - Umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra, almennt mál, verði dagskrárliður 24.
Málnr. 2102031 - Umsögn vegna vatnsveitu - Þurranes, mál til kynningar, verði dagskrárliður 30.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1911008 - Umframkostnaður vegna fráveituframkvæmda - athugun endurskoðanda.
Úr fundargerð 262. fundar byggðarráðs 28.01.2021, dagskrárliður 23:
1911008 - Umframkostnaður vegna fráveituframkvæmda - athugun endurskoðanda.
Haraldur Reynisson endurskoðandi mætir á fundinn.
Haraldur ræddi að sem mest gagn yrði af skoðuninni væri rétt að skoða fjárfestingaferlið vegna framkvæmda á árinu heilstætt en ekki verkefnið við fráveituframkvæmdirnar eitt og sér.



Haraldur Reynisson endurskoðandi fór yfir drög að úttekt. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi byggðarráðs.
Haraldur Reynisson endurskoðandi sat fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2101040 - Viðbragðsáætlanir hafna 2021 - hafnir Dalabyggðar
Lagt fyrir byggðarráð sem hafnarstjórn.
Viðbragðsáætlanir fyrir Búðardalshöfn og Skarðsstöð samþykktar samhljóða.
Viðbragðsáætlun fyrir Skarðstöð 2021.pdf
Viðbragðsáætlun Búðardalshöfn 2021.pdf
3. 2102009 - Erindi vegna hafnarinnar í Skarðsstöð
Lagt fyrir byggðarráð sem hafnarstjórn.
Farið verði í að skipta út keðjum og setja upp lýsingu.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur 8_02_2021.pdf
Viðar Ólafsson verkstjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 2 og 3.
4. 2102023 - Viðhald á slökkvibílum
Ræða þarf hvort fara skuli í viðgerðir á slökkvibíl. Slökkviliðsstjóri mætir á fundinn.
Ákveðið að ráðast ekki í viðhald á þriðja bíl slökkviliðsins og hann verði tekinn úr umferð. Talið er fullnægjandi að vera með tvo bíla.
Lagt verður til við sveitarstjórn að bíllinn verði seldur.
Samþykkt samhljóða.
Ívar Örn Þórðarson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir dagskrárlið 4.
5. 2102002 - Ósk um afslátt á leigu fyrir Tjarnarlund
Beiðni frá Stefáni H. Magnússyni um afslátt af leigu fyrir Tjarnarlund vegna þorrablóts.
Erindinu er hafnað.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur - 01_02_2021 - Ósk um lækkun á leigu í Tjarnarlundi.pdf
6. 2102003 - Íbúðarhúsið Skuld
Tillaga um að húsið verði selt. Fasteignamat hússins er kr. 15.650.000.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að húsið verði selt. Sveitarstjóra falið að láta verðmeta eignina.
Samþykkt samhljóða.
7. 2102004 - Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar
Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar eru frá 20.04.2010.
Byggðarráð felur félagsmálanefnd að skoða hvort ástæða sé til að endurskoða reglur um fjárhagsaðstoð og gera tillögur um breytingar ef þörf er á.
Samþykkt samhljóða.
Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar.pdf
8. 2009024 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19
Á fundi stýrihóps um þátttöku barna af efnaminni heimilum í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi var ákveðið að framlengja umsóknarfrest um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki til 15. apríl 2021. Félagsmálaráðuneytið mun auglýsa framlengdan umsóknarfrest og hvetur sveitarfélögin til að gera slíkt hið sama.
Þann 18. febrúar síðastliðinn var búiðað kanna rétt til styrks hjá Ísland.is fyrir 5.154 börn eða um 40% af heildarfjölda þeirra barna sem um ræðir.

Lagt er til að breyta dagsetningu í reglum Dalabyggðar í samræmi við framangreint. Breytingin er í 3. grein.

Samþykkt samhhljóða að breyta dagsetningu. Frestur til að skila umsóknum verður þ.a.l. til 15. apríl í stað 1. mars.
Vegna sérstakra styrkja (íþr. og tómst. - uppfært).pdf
9. 2102030 - Að vestan 2021
Samþykkt að taka þátt í verkefninu "Að vestan". Kostnaður vegna verkefnisins, kr. 500.000, rúmast innan fjárhagsáætlunar vegna kynningarkostnaðar.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur 23_02_2021 frá N4.pdf
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir dagskrárlið 9.
10. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Tunnustöðvar, staðsetning.


Tillaga um staðsetningar samþykkt.
Tunnustaðir_talning og tillögur_byggðarráð.pdf
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda og Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 10.
11. 2011037 - Framlög frá ríkinu til fráveituframkvæmda.
Úr fundargerð 262. fundar byggðarráðs 28.01.2021, dagskrárliður 11:
2011037 - Framlög frá ríkinu til fráveituframkvæmda.
Staða á framlögum frá ríkinu og áætlun um verkefnið.
Málinu frestað.

Áætlun um fráveituframkvæmdir samþykkt og sótt verður um framlag vegna hennar.
Fráveita í Búðardal_áætlun um hreinsun og útrás_2020-23.pdf
Kristján Ingi Arnarson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 11.
12. 2101037 - Erindi vegna bátabrautarinnar við Hnúksnes
Úr fundargerð 262. fundar byggðarráðs 28.01.2021, dagskrárliður 17:
2101037 - Erindi vegna bátabrautarinnar við Hnúksnes
Sveitarstjóra falið að hafa samráð við landeiganda.

Framkvæmdir við bátabrautina í Hnúksnesi eru ekki á fjárhagsáætlun. Þá er ekki samþykki landeigenda fyrir framkvæmdunum. Dalabyggð getur þ.a.l. ekki veitt heimild fyrir framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða.
Úrskurður Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála í máli 75_2009 frá 25_06_2015.pdf
Minnisblað - 2101037 - Bátabrautin í Hnúksnesi.pdf
13. 2102005 - Umsókn um skólavist utan sveitarfélags
Fært í trúnaðarbók.
14. 2102026 - Umsókn um skólavist í Dalabyggð
Fært í trúnaðarbók.
15. 2008011 - Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
Fært í trúnaðarbók.
16. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
Borist hefur svar fá fjármálaráðuneytinu þar sem því er hafnað að veita endurgjaldslaus afnot af húsnæðinu á jarðhæð stjórnsýsluhússins. Hins vegar er Dalabyggð boðið húsnæðið til kaups.
Sveitarstjóra og formanni falið að vinna áfram að málinu.
17. 2102025 - Erindi varðandi gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa.
Ástvaldur Elísson lýsir óánægju sinni með gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð sem samþykkt var af sveitarstjórn 10. desember 2020
Fyrirliggjandi gjaldskrá verður ekki breytt á þessu ári. Horft verður til athugasemdanna við gerð gjaldskrár vegna fjárhagsáætlunar 2022. Við vinnslu gjaldskrár vegna ársins í ár leitaðist Dalabyggð við að mæta ábendingum sem málsaðili lagði fram á síðasta ári.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð.pdf
18. 2102006 - Erindi, varðandi förgunargjald dýrahræja
Úr fundargerð 202. fundar sveitarstjórnar 11.02.2021, dagskrárliður 9:
2102006 - Erindi, varðandi förgunargjald dýrahræja
Erindi frá Birgi Baldurssyni lagt fram.
Til máls tóku: Skúli og Eyjólfur
Tillaga oddvita að erindinu verði vísað til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

Fyrirliggjandi gjaldskrá verður ekki breytt á þessu ári. Horft verður til athugasemdanna við gerð gjaldskrár vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur 03_02_2021.pdf
19. 2102019 - Menningarstefna Vesturlands 2021-2025
Skipa þarf fulltrúa frá Dalabyggð í fagráð fyrir mótun og útgáfu menningarstefnu Vesturlands 2021-2025.

Samþykkt samhljóða að Þorgrímur E. Guðbjartsson formaður menningarmálanefndar verði fulltrúi Dalabyggðar í fagráðinu.
Ákall_fagráð 2021-2025.pdf
20. 2102022 - Áskorun til byggðarráðs Dalabyggðar
Undirrituð áskorun til byggðarráðs Dalabyggðar vegna breytinga á reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.
Byggðarráð tekur eindregið undir áskorunina og mun koma því á framfæri við Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið.
Samþykkt samhljóða.
Áskorun til byggðarráðs Dalabyggðar.pdf
21. 2008012 - Frumkvæðisathugun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á samstarfssamningum sveitarfélaga
Drög að endurskoðuðum samningum lögð fram.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
22. 2102027 - Vegmyndavélar á vegi fyrir strandir
Erindi frá Stefáni Skafta Steinólfssyni um að sveitarstjórn skori á Vegagerðina og viðeigandi stofnanir um að koma fyrir vegmyndavélum sem víðast á vegarkaflanum fyrir strandir (590) frá Hvammssveit til Saurbæjar,
Byggðarráð skorar á Vegagerðina að fjölga vegmyndavélum í Dalabyggð. Horft verði sérstaklega til þeirra staða þar sem færð spillist fljótt s.s. við Álftafjörð, Tjaldaneshlíð og Klofning.
Samþykkkt samhljóða.
Tölvupóstur 22_02_2021 frá Stefáni Skafta Steinólfssyni.pdf
23. 2102028 - Sælingsdalslaug sumarið 2021
Opnunartími Sælingsdalslaugar sumarið 2021 og starfsemi tjaldsvæðis. Lagt til að fyrirkomulagið verði með sama hætti og sumarið 2020.

Samþykkt samhljóða að hafa sama fyrirkomulag í fyrra en lengja opnunartíma á mánudögum (var eingöngu á miðvikudögum).
Guðbjörn Guðmundsson umsjónarmaður Sælingsdalslaugar og Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 23.
24. 2102032 - Umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra
Tillaga um að sótt verði um framlag í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna viðhaldsverkefna á Silfurtúni.
Samþykkt samhljóða að sækja um í Framkvæmdasjóð aldraðra.
Mál til kynningar
25. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. - Ársreikningur 2019
Dalabyggð er næst stærsti hluthafinn í Fóðuriðjunni Ólafsdal ehf.
Rætt um ársreikning Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf. vegna 2019.
Byggðarráð óskar eftir fundargerðum aðalfunda félagsins vegna áranna 2018 og 2019.
26. 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Ofgreidd staðgreiðsla 2020 var kr. 8.716.153 sem þarf að endurgreiða á árinu 2021. Einnig var staðgreiðsla ofgreidd í janúar 2021.
27. 2102013 - Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum - endurskoðun
Bréf Umhverfisstofnunar lagt fyrir byggðarráð sem hafnarstjórn.
Áætlanir ber að endurskoða á þriggja ára fresti, sem og eftir meiriháttar breytingar á rekstri hafnarinnar. Síðustu áætlanir, fyrir Búðardalshöfn og Skarðsstöð, voru staðfestar af Umhverfisstofnun með bréfi dags. 12.09.2019.

Gert er ráð fyrir að senda uppfærða áætlun til Umhverfisstofnunar á öðrum ársfjórðungi.
Bréf vegna endurskoðunar áætlunar Dalabyggðar sem var samþykkt af Umhverfisstofnun 12.09.2019.pdf
Viðar Ólafsson verkstjóri sat fundinn undir dagskrárlið 27.
28. 2006009 - Stuðningur við Seyðisfjörð - Erindi frá Svavari Garðarssyni
Upplýsingar um framgang mála.
Tölvupóstur 4_02_2021.pdf
29. 1905022 - Stefnumótun í málefnum sveitarfélaga.
Tillaga 20 sveitarfélaga um ákvæði um sameiningu sveitarfélaga án viðmiðunar um íbúafjölda lögð fram til kynningar.
Tillaga starfshóps minni sv. um sameiningarákvæði.pdf
30. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins lagt fram.
Bréf til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins 04.02.2021.pdf
31. 2102031 - Umsögn vegna vatnsveitu - Þurranes
Umsögn lögð fram.
Umsögn vegna vatnsveitu í Þurranesi Dalabyggð landnr_137895.pdf
32. 2101001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2021
Frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál.
Frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla).141. mál.
Frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.
Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál.
Frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.

Umsögn um frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál:
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að í umsögn verði lagst gegn breytingum á kosningaaldri úr 18 árum í 16 ár. Það byggir á því að eðlilegt sé að sami aldur eigi við um kjörgengi og kosningaaldur. Einnig að rétt sé að kosningaaldur sé sá sami og sjálfræðis- og fjárræðisaldur. Hins vegar verði mælt með að um kosningaaldur gildi að kosningarétt og kjörgengi miðist við almanaksárið sem einstaklingurinn nær 18 ára aldri.
Frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað) 504 mál.pdf
Tölvupóstur 22_02_2021 frá nefndarsviði Alþingis.pdf
Frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur) 188 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla nr 91_2008 (kristinfræðikennsla)141 mál.pdf
Frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur gjaldtaka rafræn vöktun) 509 mál.pdf
Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun) 140 mál.pdf
Frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð) 452 mál.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:50 

Til bakaPrenta