Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 129

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
07.09.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Arwa Fadhli Skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari
Borið var undir fundinn hvort mætti bæta tveimur málum á dagskrá og var það samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar
Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 10. ágúst 2022 voru lögð fram drög að framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Ljárskóga. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda varðandi umsóknina. Þann 16. ágúst óskaði skipulagsfulltrúi eftir greinagerð frá Verkís um stöðu svæðisins og barst svar frá þeim þann 23. ágúst með skýringarmynd af svæðinu.
Þann 29. ágúst lagði umsækjandi fram breytingartillögu á samningslínum skógræktar

samþykkt samhljóða.
Tillaga 2.pdf
Örstutt greinargerð um breytingar á útlínum í Ljárskógum..pdf
MB-Skógrækt á Ljárskógum.pdf
2. 2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík
Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 10. ágúst 2022 voru lögð fram drög að Deiliskipulagi fyrir jörðina Skoravík. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda varðandi umsóknina. Þann 7. september bárust skýringarmyndir af svæðinu frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni.

Hann tekur fram að þessi byggingarreitur sem er sýndur geti tekið breytingum og jafnvel færst nær núverandi slóða. Það er líka mögulegt að þetta verði ekki eitt stórt hús, heldur þyrping minn húsa innan byggingarreitsins. Það sama á við um byggingarreit fyrir skemmu og geymslu. En þetta gefur samt ágæta mynd af því sem áformað er að gera á jörðinni. Áfram er gert ráð fyrir að nýta núverandi vegslóða frá þjóðveginum, yfir vaðið í Skoravíkurá og að gamla íbúðarhúsinu.

Skjöl lögð fram til kynningar, en formanni og skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samráði við hagsmunaaðila.
Skoravik_dsk_nytt_01.pdf
Skoravik_dsk_nytt_02.pdf
Skoravik_dsk__yfirlit - hnit_uppdr.pdf
Kristján Ingi mætti til fundar og kynnti málið.
3. 2209007 - Umsókn v/ stöðuleyfi
Lögð fram drög þann 6.9.2022 að umsókn stöðuleyfis fyrir hreinsistöð.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar og samþykkt á nýju aðalskipulagi.
Hreinsistöð_afstaða og frágangur_tkn sept22.pdf
Mál til kynningar
4. 2112015 - Bakkahvammur, óveruleg breyting á deiliskipulagi
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita til Eflu um breytta lóðaskipan, til að taka tillit til hugsanlegra fornleifa. Einnig að hafa samráð við Minjastofnun um endurskoðaða lóðaskipan í Bakkahvammi 15 og 17. Nefndin veitir skipulagsfulltrúa umboð til að skrá breytta lóðaskipan og byggingarreiti, að framangreindum formsatriðum uppfylltum.
Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 10. ágúst 2022 var lögð fram umsókn fyrir byggingarleyfi fyrir Bakkahvamm 15. Á fundi sveitastjórnar Dalabyggðar 10.2.2022 var breyting á deiliskipulag samþykkt. Í bréfi dagsett 17.5.2019 frá Minjastonfun tekur stofnunin fram að ekki sé farið í framkvæmdir fyrr en Minjastofnun hefur heimilað framkvæmdir. Þann 21.8.2022 sendi Minjastonfun tölvupóst þess efnis að það megi fara yfir mógrafir við Bakkahvamm 15 en minjar á lóð 17 báðu þau um að fá aðila til að rannsaka tóftina þar. Borist hefur listi yfir aðila sem taka að sér rannsókn sem þessa.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda samþykkt deiliskipulag til Skipulagsstofnunar og leggur til við sveitarstjórn að farið verði í minjarannsókn á lóð 17, nú þegar, til að óvissu sé eytt, áður en áform um byggingar komi fram þar.
7358-003-Budardalur_ib_dskbr-2022.pdf
RE: Breyting á deiliskipulagi á Bakkahvammi 15 og 17.pdf
5. 2205022 - Umsókn um landskipti fyrir Botnalækjahæðir út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir
Þann 14.8.2022 sendi Sigurður Jóhannsson beiðni að fresta málinu.
Nefndin leggur erindið til hliðar að ósk Sigurðar Jóhannssonar.
Bjarnheiður Jóhannsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
6. 2209005 - Umsókn um byggingarleyfi - Bakkahvammur 15
Fyrir liggja frumdrög að uppdrætti fyrir raðhús staðsett í Bakkahvammi 15 bárust þann 8.8.2022 frá Dalasmíði ehf. með ósk um byggingarleyfi.
Nefndin felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.
03 Bakkahvammur 15 Útlit snið 2022 (2).pdf
02 Bakkahvammur 15 Grunnmynd 2022 (1).pdf
01 Bakkahvammur 15 Afstaða 2022 (1).pdf
7. 1912001 - Miðbraut 15 - Breyting á notkun húss
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar umsagnar Umhverfis- og Skipulagsnefndar með vísan í 4.mgr. 10.gr. laga nr. 1277/2016 vegna umsóknar D9 ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, tegund c-minna gistiheimili, sem rekinn verður sem Dalía, að Miðbraut 15 efri hæð, 370 Búðardal.
Nefndin leggst ekki gegn leyfisveitingu, að undangenginni grenndarkynningu og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd hennar.
8. 2208008 - Byggingarleyfi Blönduhlíð
Þann 27.7.2022 lagði Ásgeir Salberg Jónsson fram umsókn um stækkun sumarhúsnæðis í Blönduhlíð.
Nefndin felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.
Ásýndir.pdf
Grunnmynd..pdf
skráningatafla..pdf
Kristján Ingi og Jóhanna María sátu fundinn undir þessum lið og kynntu stefnuna.
9. 2101044 - Loftslagsstefna Dalabyggðar
Loftslagsstefna Dalabyggðar til kynningar fyrir nefnd.
Loftlagsstefna Dalabyggðar kynnt og nefndarfólk hvatt til að lesa og senda ábendingar og athugasemdir til verkefnisstjóra, innan þriggja vikna frá þessum fundi.
Loftslagsstefna Dalabyggðar - samþykkt.pdf
Kristján Ingi og Jóhanna María kynntu málið fyrir nefndinni.
10. 2209002 - Borgað þegar hent er
Þann 1. janúar 2023 koma til framkvæmda breytingar á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs um að innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs skuli vera sem næst raunkostnaði niður á hvern aðila.
Slík aðgerð við innheimtu byggist á mengunarbótareglunni þar sem hver og einn borgar fyrir það sem hann hendir (e. Pay as you throw).
Lögin hafa mikla þýðingu fyrir sveitarfélögin í landinu og munu þau þurfa að aðlaga gjaldskrár sínar og innheimtukerfi.

Skýrsla um útfærslur á "Borgað þegar hent er" kynnt fyrir nefndinni. Formanni og varaformanni nefndarinnar falið að sitja kynningarfund Íslenska gámafélagsins um útfærslu.
Greining á útfaerslum borgað þegar hent er.pdf
Handbók úrgangur júní 2022.pdf
Kristján Ingi og Jóhanna María kynntu málið fyrir nefndinni.
11. 2207011 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Breytingar verða á starfsleyfi urðunarstaðar í Fíflholti um áramót. Við þær breytingar má urðunarstaðurinn ekki lengur taka við dýrahræjum. Óvissa er þá um hvar farga eigi dýrahræjum sem safnað er í Dalabyggð.
Nefndin felur formanni að hefja samtal við fulltrúa umhverfismála í Borgarbyggð og í Húnabyggð í þeim tilgangi að ræða lausnir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta