Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 128

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.03.2024 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Hafrún Ösp Gísladóttir áheyrnarfulltrúi,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Jóna Björg Guðmundsdóttir, Verkefnastjóri fjölskyldumála
Í útsendri dagskrá var mál nr. 2301030 Menntastefna Dalabyggðar 2024-2029 sett sem dagskrárliður 3, stofnað hefur verið sér mál utan um vinnu starfshóps um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð og því verður dagskrárliður 3 mál nr. 2403007 Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024.

Samþykkt samhljóða.

Lagt til að mál nr. 2403009 Erindi vegna námskeiðs um einhverfu fyrir nemendur og starfsfólk Auðarskóla verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður 8.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Rætt um málefni grunnskólans.
Skólastjóri fer yfir dagskrá skólaársins og tillögur að breytingum.
M.a. rætt um fyrirkomulag skíðaferðar.
Miðað við óbreytta stöðu verður fækkun í grunnskóla næsta skólaár.
Unnið er að skipulagi stoðþjónustu og farsældar fyrir börn, m.a. hafa verið sett á stofn lausnateymi.
Skólapúlsinn - starfsmenn á dagskrá núna og foreldrar næsta ár.
Munum þurfa að auglýsa eftir starfsfólki á bæði leikskóla- og grunnskóladeild skólans.
Foreldrahús kemur með fyrirlestur 12. mars.

Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að gert verði ráð fyrir stöðu talmeinafræðings í fjárhagsáætlun/viðauka fyrir starfsemi Auðarskóla. Tillaga nefndarinnar er að fenginn verði talmeinafræðingur í 100% stöðu við skólann frá og með haustinu 2024.
2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024
Rætt um málefni leikskóla.
Skólareglur Auðarskóla eru í rýniferli hjá starfsfólki leikskóladeildar.
Að öll óbreyttu fækkar börnum á leikskóladeild Auðarskóla á næsta ári.
Námsvísar eru að virka vel.
Komið fjármagn frá Slysavarnadeild Dalasýslu til að bæta leikskólalóð, verður farið í það með vorinu.
3. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar 2024 að fela sveitarstjóra að gera tillögu að erindisbréfi fyrir starfshóp sem hafi það hlutverk að koma fram með tillögu að skipulagi þess hver og hvernig aðkoma Dalabyggðar verði að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu í framtíðinni.
Hér eru lögð fram drög að erindisbréfi starfshópsins.

Nefndin gerir ekki athugasemd við drög að erindisbréfi.

Nefndin tilnefnir Guðrúnu B. Blöndal fulltrúa fræðslunefndar í starfshópnum.
Erindisbref_starfshops_ithrotta_aeskulyds_tomstunda_2024.pdf
4. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Staða mála kynnt.
Vinna við útboðsgögn er á lokametrum í samstarfi við Ríkiskaup og stefnt að því að auglýsing fari í loftið á næstu dögum.
Jón Egill Jónsson situr fundinn undir dagskrárliðum 5, 6, og 7.
5. 2304010 - Félagsmiðstöðin ungmenna
Rætt um starfsmannamál í ljósi auglýsingar um laust 20% starf í félagsmiðstöðinni sem verið hefur í birtingu um all nokkra hríð.
Engin umsókn hefur borist vegna auglýsingar enn sem komið er.
Jón Egill Jónsson situr fundinn undir dagskrárliðum 5, 6, og 7.
6. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð
Rætt um stöðu tómstundastarfs í Dalabyggð og undirbúning starfs í málaflokknum n.k. sumar í samræmi við það sem rætt var og bókað á síðasta fundi fræðslunefndar.
Staðan kynnt.
Jón Egill Jónsson situr fundinn undir dagskrárliðum 5, 6, og 7.
7. 2401041 - Ungmennaráð 2024
Framlögð til kynningar fundargerð frá fundi ungmennaráðs Dalabyggðar sem fram fór 13. febrúar sl.
Fræðslunefnd staðfestir fundargerð ungmennaráðs Dalaabyggðar.
1. fundargerð 2024 staðfest í tölvupósti.pdf
8. 2403009 - Erindi vegna námskeiðs um einhverfu fyrir nemendur og starfsfólk Auðarskóla
Borist hefur erindi þar sem óskað er eftir fræðslu fyrir nemendur og starfsfólk Auðarskóla um einhverfu.
Erindi tekið til umfjöllunar og nefndin sammála um að þörf er á slíkri fræðslu.
Skólastjóra falið að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:33 

Til bakaPrenta