Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 132

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
26.06.2024 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir varamaður,
Ragnheiður Pálsdóttir varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri og Berghildur Pálmadóttir fulltrúi starfsmanna sátu fundinn undir liðum 1, 2, 3, 4 og 5.
1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Rætt um málefni grunnskólans.
Lagt fram til afgreiðslu skóladagatal grunnskóla 2024-2025.

Fræðslunefnd samþykkir framkomið skóladagatal grunnskóla.

Skólastjóri kynnti stundatöflu fyrir komandi skólaár, fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við stundatöfluna.

Skólastjóri upplýsti fræðslunefnd um vinnu við fyrirhugaða stefnu um námsmat í grunnskóla. Jafnframt var kynnt mat á starfsáætlun Auðarskóla 2023-2024 sem verður gerð aðgengileg á heimasíðu skólans á næstu dögum.

Búið er að ganga frá ráðningum starfsfólks fyrir komandi starfsár.

Rætt um kostnaðarskiptingu á milli skóla og nemenda/foreldra hvað varðar skíðaferðir, skólabúðir og annað tilfallandi. Fræðslunefnd samþykkir að jöfn kostnaðarskipting á milli skóla og nemenda/foreldra verði viðhöfð en mikilvægt að upphæð liggi fyrir í upphafi skólárs sé því við komið.
2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024
Rætt um málefni leikskóla.
Lagt fram til afgreiðslu skóladagatal leikskóla 2024-2025.

Fræðslunefnd samþykkir framkomið skóladagatal leikskóla.
Búið er að ganga frá ráðningu aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann. Enn vantar hálft til eitt stöðugildi í leikskólann f.o.m. hausti.
3. 2404022 - Tónlistarskóli 2024
Í framhaldi af umræðum á tveimur síðystu fundum fræðslunefndar, í kjölfar umræðna á íbúaþingi, þar sem rætt var um málefni tónlistarskólans m.a. með það fyrir augum hvort mögulegt væri að rýmka heimildir til starfsemi hans með það fyrir augum að gefa fleirum tækifæri til tónlistarnáms í Dalabyggð þá hafa starfsmenn kannað hvar og/eða hvort fordæmi séu til staðar til að miða við.
Farið yfir stöðu málsins.

4. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Kynnt staða mála varðandi útboð á skólaakstri, útboðið var unnið í samvinnu við Ríkiskaup.
Unnið er að frágangi samninga við bjóðendur.
Jón Egill Jónsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 5, 6 og 7.
5. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Farið yfir stöðu mála og verkáætlun lögð fram til kynningar.
Rætt um mikilvægi þess að fyllsta öryggis verði gætt við alla umferð nemenda, starfsmanna leik- og grunnskóla og annarra hlutaðeigandi á framkvæmdatíma sem og akstursleiðir til og frá framkvæmdasvæðinu.
Jafnframt rætt um skipulag skólalóðar.
Herdís og Berghildur yfirgáfu fundinn að loknum 5. lið á dagskrá.
6. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð
Rætt um stöðu tómstundastarfs í Dalabyggð sumarið 2024 og undirbúning starfsins í málaflokknum fyrir haustið.
Mjög góð þátttaka hefur verið í sumarstarfi undanfarnar vikur og ástæða til þess að þakka öllum sem að hafa komið.
Formaður Íþróttafélagsins Undra fór yfir horfur fyrir komandi haust varðandi þjálfaramál og hvaða íþróttagreinar verður mögulega boðið upp á sem og hvaða mögulegu tímasetningar verði á æfingum sem verða í boði.
Jafnframt rætt um mikilvægi þess að tímasetningar félagsmiðstöðvar henti í samanburði við aðrar tímasetningar tómstundastarfs.
Samtal við Skátafélagið, Glímufélagið og Björgunarsveit um áframhaldandi starf í haust er hafið og til fyrirmyndar allt það sjálfboðaliðastarf sem í boði hefur verið og vonandi verður svo áfram.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir starfið hjá eldri borgurum.
7. 2401041 - Ungmennaráð 2024
Ungmennaráð fundaði með sveitarstjórn Dalabyggðar 11. júní sl.
Funinn sátu f.h. ungmennaráðs: Kristín Ólína Guðbjartsdóttir (formaður), Baldur Valbergsson, Matthías Hálfdán Ostenfeld Hjaltason og Alexandra Agla Jónsdóttir.

Á fundinum voru eftirfarandi málefni rædd;
1. Úrbætur á skólalóð Auðarskóla
2. Forvarnarmál
3. Aukin áhersla á íþróttir barna
4. Verkleg kennsla í Auðarskóla

Rætt um þá liði sem um var rætt af hálfu ungmennanna á fundi með sveitarstjórn. Fræðslunefnd vill koma á framfæri þakklæti til ungmennaráðs fyrir góð erindi og málefnalega framsetningu þeirra mála sem rædd voru á fundinum.

Mikilvægt er að halda umræddum málefnum á lofti og útfæra hvernig Dalabyggð getur staðið að því að styrkja umrædd málefni og verkefni á komandi vikum og mánuðum.

Verkefnastjóra fjölskyldumála og íþrótta- og tómstundafulltrúa, í samstarfi við sveitarstjóra og skólastjóra þar sem við á, falið að taka saman yfirlit yfir áherslur Dalabyggðar í einstaka verkefnum og það hvar mögulegt er að sækja um styrki til einstakra verkefna í þeim þáttum sem um ræðir.
Jón Egill íþrótta- og tómstundafulltrúi yfirgaf fundinn að loknum 7. lið á dagskrá.
8. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal í MB
Farið yfir stöðu mála varðandi akstur á milli Búðardals og Borgarness v/framhaldsnáms í Menntaskóla Borgarfjarðar.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að leitast verði við að viðhalda ferðum á mánudagsmorgnum úr Búðardal og að nemendum verði gert kleift að nota ferð strætó á föstudagseftirmiðdegi vestur í Dali.
9. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Formaður starfshópsins kynnti stöðu mála í vinnunni og þær áherslur og skipulag sem starfshópurinn leggur til.
Fræðslunefnd lýsir stuðningi við þá nálgun sem formaður kynnti á fundinum og styður að verkefnið fái framgang.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta