Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 225

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
08.09.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt er til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá:
Mál nr. 2209009 - Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni og verði dagskrárliður 4.
Mál nr. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar og verði dagskrárliður 5.
Mál nr. 2112015 - Bakkahvammur, óveruleg breyting á deiliskipulagi og verði dagskrárliður 6.
Fundargerð nr. 2209002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 129 og verði dagskrárliður 10.
Fundargerð nr. 2208013F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 63 og verði dagskrárliður 11.
Mál nr. 2204013 - Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Búðardal fundargerðir 2022 og verði dagskrárliður 12.
Samþykkt.

Lagt er til að mál nr. 2209002 - Borgað þegar hent er komi sem mál til kynningar í stað almenns máls og verði dagskrárliður 16.
Samþykkt.

Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við ofangreint.
Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208004 - Vegamál
Tillaga að bókun lögð fram:

Dalabyggð er landstórt sveitarfélag með viðamikið vegakerfi. Heildarfjöldi kílómetra í vegakerfinu öllu innan Dalabyggðar telur alls rúmlega 400 kílómetra og eru aðeins 9 sveitarfélög á Íslandi með lengra vegakerfi. Malavegir eru uppistaðan í vegakerfinu í Dalabyggð og er það óásættanleg staða á árinu 2022. Umferð hefur aukist með auknum ferðamannastraumi og er umferðaröryggi allra þeirra sem um vegina fara ógnað meðan ekki er lagt bundið slitlag.
Skólabörn í Dalabyggð þurfa oft á tíðum um langan veg að fara og hafa gæði vega mikil áhrif á lífsgæði þess hóps sem og annarra, bæði heimafólks sem og ferðamanna. Umboðsmaður barna vakti fyrir stuttu athygli Innviðaráðherra á bágu ástandi Vatnsnesvegar í Húnaþingi vestra og er það fullkomlega réttmæt ábending sem Dalabyggð tekur undir en vill jafnframt vekja athygli sama ráðherra, alþingismanna NV-kjördæmis og Vegagerðarinnar á aðstæðum skólabarna í Dalabyggð sem þurfa að hristast á malarvegum innan héraðs á leið í og úr skóla alla daga. Aðstæður barna skipta máli og vegakerfið hefur í því tilliti hlutverki að gegna í dreifbýli Íslands.

Til máls tók: Eyjólfur.

Samþykkt samhljóða.
2. 2209001 - Heilbrigðismál
Tillaga að bókun lögð fram:

Sveitarstjórn Dalabyggðar tekur undir beiðni yfirlæknis heilsugæslunnar í Búðardal til framkvæmdastjórnar HVE, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, varðandi nauðsyn þess að endurnýjaður verði búnaður til röntgenrannsókna á stöðinni.
Núverandi búnaður er síðan árið 1997 og því orðið mjög tímabært að endurnýjaður verði þessi nauðsynlegi búnaður sem er að mestu notaður í bráðatilfellum. Núverandi tæki hefur ítrekað bilað og því er það hreint og klárt öryggismál að fá nýtt og fullkomnara tæki.
Það er byggðarlaginu í Dölum og næsta nágrenni afar mikilvægt að búnaður sem þessi sé í lagi og bregðist ekki þegar mest liggur við. Því leggst sveitarstjórn Dalabyggðar á árarnar með Heilsugæslunni í Búðardal og hvetur framkvæmdastjórn HVE og fjárveitingarvald Alþingis til dáða í þeim efnum að gerð verði bragarbót sem allra fyrst í þeim efnum að fá nýtt röntgenrannsóknartæki á Heilsugæsluna í Búðardal.

Til máls tóku: Ingibjörg, Einar.

Samþykkt samhljóða.
3. 2209006 - Viljayfirlýsing Dalaskógar
Tekin er fyrir viljayfirlýsing vegna verkefnisins: Dalaskógar
Til máls tóku: Garðar, Eyjólfur.

Samþykkt samhljóða.
Viljayfirlysing Dalabyggd.pdf
4. 2209009 - Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni
Tillaga að bókun:
Fyrir liggja drög að samningi umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu, erindisbréf valnefndar og viðauki við samning vegna stofnunar og starfsemi umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu. Samkvæmt innleiðingu á breytingum á barnaverndarlögum skulu öll sveitarfélög hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október n.k. Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að taka þátt í umdæmisráði barnaverndar á landsvísu og felur sveitarstjóra að ganga frá aðild Dalabyggðar að verkefninu.

Til máls tók: Björn Bjarki.

Samþykkt samhljóða.
Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni.pdf
5. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar
Frá 129. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar 07.09.2022:
1. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar
Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 10. ágúst 2022 voru lögð fram drög að framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Ljárskóga. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda varðandi umsóknina. Þann 16. ágúst óskaði skipulagsfulltrúi eftir greinagerð frá Verkís um stöðu svæðisins og barst svar frá þeim þann 23. ágúst með skýringarmynd af svæðinu.
Þann 29. ágúst lagði umsækjandi fram breytingartillögu á samningslínum skógræktar
samþykkt samhljóða.

Lagt til að ákvörðun umhverfis- og skipulagsnefndar sé staðfest.

Samþykkt samhljóða.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 129 (7.9.2022) - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar.pdf
6. 2112015 - Bakkahvammur, óveruleg breyting á deiliskipulagi
Frá 129. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar 07.09.2022:
4. 2112015 - Bakkahvammur, óveruleg breyting á deiliskipulagi
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita til Eflu um breytta lóðaskipan, til að taka tillit til hugsanlegra fornleifa. Einnig að hafa samráð við Minjastofnun um endurskoðaða lóðaskipan í Bakkahvammi 15 og 17. Nefndin veitir skipulagsfulltrúa umboð til að skrá breytta lóðaskipan og byggingarreiti, að framangreindum formsatriðum uppfylltum.
Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 10. ágúst 2022 var lögð fram umsókn fyrir byggingarleyfi fyrir Bakkahvamm 15. Á fundi sveitastjórnar Dalabyggðar 10.2.2022 var breyting á deiliskipulag samþykkt. Í bréfi dagsett 17.5.2019 frá Minjastonfun tekur stofnunin fram að ekki sé farið í framkvæmdir fyrr en Minjastofnun hefur heimilað framkvæmdir. Þann 21.8.2022 sendi Minjastonfun tölvupóst þess efnis að það megi fara yfir mógrafir við Bakkahvamm 15 en minjar á lóð 17 báðu þau um að fá aðila til að rannsaka tóftina þar. Borist hefur listi yfir aðila sem taka að sér rannsókn sem þessa.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda samþykkt deiliskipulag til Skipulagsstofnunar og leggur til við sveitarstjórn að farið verði í minjarannsókn á lóð 17, nú þegar, til að óvissu sé eytt, áður en áform um byggingar komi fram þar.

Lagt til að bókun umhverfis- og skipulagsnefndar sé staðfest.

Samþykkt samhljóða.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 129 (7.9.2022) - Bakkahvammur, óveruleg breyting á deiliskipulagi.pdf
Fundargerð
7. 2208002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 296
Samþykkt samhljóða.
7.1. 2207019 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki VI
Framlagt yfirlit yfir þá þætti sem þarf að gera breytingar á frá fjárhagsáætlun.
Tekjur hækka og mótframlag Jöfnunarsjóðs lækkar á móti.
Heilda hækkun tekna er 10.434.000

Til lækkunar: launakostnaður félagsheimila (Árblik), launakostnaður vegna íþróttamannvirkja, starfsmannabifreið heimaþjónustu, raforkukostnaður íþróttamannvirkja. Samtals: -8.295.000 kr.-

Til hækkunar: Fjárhagsaðstoð, vegna barna utan lögheimilis, snjómokstur, framlag vegna tónlistarskólanáms utan héraðs, laun á Silfurtúni og fráveitukerfi. Samtals: 31.800.000 kr.-

Farið yfir áætlun og stöðu vegna framkvæmda 2022.

Rætt um framkvæmdir við gatnagerð að Iðjubraut og Lækjarhvammi.
Lagt til að gerð verði verðkönnun í tvö verk vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Samþykkt samhljóða.
7.2. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Framlagt minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna forsendna fyrir vinnu við fjárhagsáætlun fyrir komandi ár.
Rætt um upphaf og verklag við vinnu fjárhagsáætlunar 2023.
7.3. 2207024 - Uppsögn á samningi um félagsþjónustu
Beðið var um skýringar á hvað fælist í því að gera samning "á öðrum forsendum". Svar hefur borist frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Borgarbyggðar. Með því er átt við að Borgarbyggð og Dalabyggð geri með sér svipaðan samning og Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit gerðu 2021.
Samningur við Borgarbyggð er í gildi til áramóta.

Fyrirséð að kostnaður við þennan þjónustulið muni hækka.

Lagt til að samtal verði tekið við til að mynda aðliggjandi sveitarfélög.

Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

Samþykkt samhljóða.
7.4. 2111001 - Styrkumsókn vegna jólatónleika í Dalabúð
Sótt er um lækkun húsaleigu í Dalabúð vegna jólatónleika 3. desember nk.
Lagt til að veita 50% afslátt af leigu samkvæmt verðskrá vegna jólatónleika.

Samþykkt samhljóða.
7.5. 2204016 - Sælingsdalslaug 2022
Ákveða þarf opnunartíma Sælingsdalslaugar að lokinni sumaropnun.
Út ágúst verði opið frá kl.12-18 alla daga.

Lagt til að í september verði viðhöfð sama opnun og sl. vetur, þ.e. mánudaga frá kl.17:00 til 21:00 og miðvikudaga frá kl.17:00 til 21:30. Opið er annan hvorn laugardag frá kl. 10:30 til 15:30.

Samþykkt samhljóða.
7.6. 2207011 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Afla þarf frekari upplýsinga um forsendur og útfærslu í samræmi við lög og reglugerðir.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Lagt til að málinu sé vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
7.7. 2101043 - Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir
Lagður er fram lóðaleigusamningur fyrir lóðina að Bakkahvammi 15, L233924.
Lóðaleigusamningur samþykktur samhljóða.
7.8. 2001030 - Eignarhald félagsheimila
Varðar sölu á félagsheimilinu Staðarfelli, sbr. bókun á fundi byggðarráðs nr. 295.
Lagt til að samið verði við fasteignasöluna Domus Nova varðandi sölu á félagsheimilinu Staðarfelli.

Samþykkt samhljóða.
7.9. 2205017 - Fjallskil 2022
Fjallaskil v/leiðrétt gögn frá Fellsströnd
Fjallskilanefnd Fellsstrandar hefur skilað inn leiðréttum gögnum.
7.10. 2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg
Lögð eru fram drög að viljayfirlýsingu vegna skógarplöntuframleiðslu í Dalabyggð
Byggðarráð fer yfir drögin og vísar þeim til næsta fundar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
7.11. 2208007 - Sveitarfélög - áhrif loftslagsbreytinga og aðlögunaraðgerðir
Fulltrúum í sveitarstjórn er boðið á viðburðinn "Aðlögun að breyttum heimi - hefjum samtalið. Sveitarfélög, áhrif loftslagsbreytinga og aðlögunaraðgerðir" þann 5. september nk.
Lagt fram til kynningar.
7.12. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
Bréf til stofnfjáreiganda lagt fram til kynningar ásamt kynningu á NýVest.
Lagt fram til kynningar.
8. 2207003F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 112
Til máls tók: Ingibjörg um dagskrárlið 1.

Tillaga frá Ingibjörgu:

Skoðunarkönnun hefur sýnt tvímælalausan áhuga hjá stórum hluta barna og forráðamanna til að nýta frístundabíl til að stunda tómstundir sem fara fram á Laugum. Þetta mun stytta vinnudag grunnskólabarna svo um munar. Sveitarstjórn Dalabyggðar vill svara ákalli foreldra um bætta þjónustu við frístundir og koma á frístundaakstri á milli Búðardals og Lauga sem allra fyrst. Flokka skal frístundaakstur sem tilraunaverkefni þennan veturinn. Sveitastjóra verði falið að gera verðkönnun fyrir aksturinn með skoðunarkönnun til hliðsjónar varðandi fjölda iðkenda. Sveitastjóra, skólastjóra og formanni fræðslunefndar verði falið að meta kostnað vegna áhrifa sem frístundabíll mun hafa á grunnskóla og leikskóla. Til að mynda þyrfti að seinka skólabílum um u.þ.b. 20 mínútur á miðvikudögum og fimmtudögum. Þ.a.l. lengist gæslutími í skólanum og leikskólabörn sem nota skólabíla fara seinna heim. Ekki skal leggja gjald á leikskólabörn sem dvelja lengur í leikskólanum vegna þessa. Þá þyrfti að bæta við einu stoppi hjá skólabíl sem ekur í Saurbæ á Laugum.

Lagt til að vísa ofangreindri tillögu til byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð samþykkt samhljóða.
8.1. 2205025 - Frístundaakstur
Búið að leggja könnun fyrir alla foreldra grunnskólabarna í ágúst 2022.
Svarhlutfall var 82%
76% allra nemenda Auðarskóla sem telja sig munu nýta frístundaakstur.
Mikill meirihluti sem eru tilbúnir til að greiða fast gjald fyrir þjónustuna.
Ef til frístundaaksturs kemur þyrfti að skoða skipulag stundatöflu og heimferðir leikskólabarna.

Nefndin gerir tillögu um að Dalabyggð taki upp frístundaakstur og vísar málinu til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

Bréf til fræðslunefndar og byggðarráðs lagt fram til kynningar.
8.2. 2207018 - Samstarfsverkefni Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar um tómstundastarf
Fyrir liggur erindi frá tómstundafulltrúa Reykhólahrepps varðandi samstarf um tómstundastarf sem snýst um mögulegar heimsóknir milli byggðarlaga.
Nefndin þakkar fyrir erindið.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna minnisblað vegna málsins og um mögulega útfærslu í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
8.3. 2208009 - Grunnskólamál - haust 2022
Skólastjóri fer yfir skólastarf haustið 2022.
84 nemendur við Auðarskóla í byrjun skólaárs.
Skoða þarf samspil skólastarfs og frístundaaksturs ef til hans kemur.
Ákalli um bætta lífsleiknikennslu hefur verið svarað.
Samþætting kennslu verður aukin.
Markmiðasetning verður hluti af skólastarfi.
Stefnt er að opnun á nýrri heimasíðu Auðarskóla 20. september nk.
Umræður um að settar verði reglur fyrir félagsmiðstöðina Hreysið í samvinnu við nemendur. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna að reglum fyrir næsta fund nefndarinnar.

Nefndin ræðir kynjaskiptingu í námi við Auðarskóla.
8.4. 2208010 - Tómstundir - haust 2022
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir drög að dagskrá íþrótta- og tómstundastarfs haustið 2022 og verkefnin framundan; vinaliðar, félagsmiðstöð, UDN, félagsstarf eldri borgara, tómstundabæklingur, ungmennaráð o.s.frv.
8.5. 2202022 - Verkefnisstjórn fyrir Brothætta byggð
Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri DalaAuðar kemur á fund nefndarinnar.
Linda fer yfir stöðu DalaAuðar, opnað verður fyrir umsóknir vegna verkefnisins um næstu mánaðarmót.
9. 2204010F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 30
Til máls tók: Garðar um dagskrárliði 2, 3, 5 og störf nefndarinnar milli funda. Eyjólfur um dagskrárlið 3.

Samþykkt samhljóða.
9.1. 2208002 - Kosning varaformanns atvinnumálanefndar
Bjarnheiður Jóhannsdóttir er kjörin varaformaður nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.
9.2. 2202022 - Verkefnisstjórn fyrir Brothætta byggð
Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Dala-Auðar kemur á fund nefndarinnar og fer yfir verkefnið.
Linda fer yfir verkefnið DalaAuður ásamt framkvæmd íbúafundar 23.08.2022.
Opnað verður fyrir umsóknir í frumkvæðissjóð um mánaðarmót.
Nefndin fylgist áfram með framvindu verkefnisins og leggur til aðstoð eftir þörfum.
9.3. 2206017 - Samantekt um stöðu sauðfjárræktar
Svavar M. Jóhannsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Dölum, kemur á fund nefndarinnar.
Svavar fer yfir stöðu og framtíðarhorfur í sauðfjárrækt í Dalabyggð.
Umræður m.a. um rekstrarkostnað, rekstrarforsendur, sláturverð, sláturleyfishafa, loftslagsmál og fl.
Staðan er alvarleg þrátt fyrir þær hækkanir á afurðaverði sem komið hafa fram.
9.4. 2208003 - Stefna atvinnumálanefndar 2022-2026
Nefndin ræðir stefnu og verkáætlun nefndarinnar 2022-2026
Nefndin ræðir samþættingu stefnu við áherslur og verkefni í DalaAuði, uppsetningu námskeiða/fræðsluerindi vegna atvinnumála í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar, gestkomur á fundi nefndarinnar, samráðsvettvang atvinnurekenda í Dalabyggð.
Nefndin vinnu áfram með stefnuna.
Fundir nefndarinnar verði miðaðir við mánudag í 4. viku hvers mánaðar.
9.5. 2208005 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2022
Atvinnuleysistölur fyrir júlí 2022.
Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar í Dalabyggð voru 3.
Lagt fram til kynningar
10. 2209002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 129
Samþykkt samhljóða.
10.1. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar
Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 10. ágúst 2022 voru lögð fram drög að framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Ljárskóga. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda varðandi umsóknina. Þann 16. ágúst óskaði skipulagsfulltrúi eftir greinagerð frá Verkís um stöðu svæðisins og barst svar frá þeim þann 23. ágúst með skýringarmynd af svæðinu.
Þann 29. ágúst lagði umsækjandi fram breytingartillögu á samningslínum skógræktar
samþykkt samhljóða.
10.2. 2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík
Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 10. ágúst 2022 voru lögð fram drög að Deiliskipulagi fyrir jörðina Skoravík. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda varðandi umsóknina. Þann 7. september bárust skýringarmyndir af svæðinu frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni.

Hann tekur fram að þessi byggingarreitur sem er sýndur geti tekið breytingum og jafnvel færst nær núverandi slóða. Það er líka mögulegt að þetta verði ekki eitt stórt hús, heldur þyrping minn húsa innan byggingarreitsins. Það sama á við um byggingarreit fyrir skemmu og geymslu. En þetta gefur samt ágæta mynd af því sem áformað er að gera á jörðinni. Áfram er gert ráð fyrir að nýta núverandi vegslóða frá þjóðveginum, yfir vaðið í Skoravíkurá og að gamla íbúðarhúsinu.
Skjöl lögð fram til kynningar, en formanni og skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samráði við hagsmunaaðila.
10.3. 2209007 - Umsókn v/ stöðuleyfi
Lögð fram drög þann 6.9.2022 að umsókn stöðuleyfis fyrir hreinsistöð.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar og samþykkt á nýju aðalskipulagi.
10.4. 2112015 - Bakkahvammur, óveruleg breyting á deiliskipulagi
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita til Eflu um breytta lóðaskipan, til að taka tillit til hugsanlegra fornleifa. Einnig að hafa samráð við Minjastofnun um endurskoðaða lóðaskipan í Bakkahvammi 15 og 17. Nefndin veitir skipulagsfulltrúa umboð til að skrá breytta lóðaskipan og byggingarreiti, að framangreindum formsatriðum uppfylltum.
Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 10. ágúst 2022 var lögð fram umsókn fyrir byggingarleyfi fyrir Bakkahvamm 15. Á fundi sveitastjórnar Dalabyggðar 10.2.2022 var breyting á deiliskipulag samþykkt. Í bréfi dagsett 17.5.2019 frá Minjastonfun tekur stofnunin fram að ekki sé farið í framkvæmdir fyrr en Minjastofnun hefur heimilað framkvæmdir. Þann 21.8.2022 sendi Minjastonfun tölvupóst þess efnis að það megi fara yfir mógrafir við Bakkahvamm 15 en minjar á lóð 17 báðu þau um að fá aðila til að rannsaka tóftina þar. Borist hefur listi yfir aðila sem taka að sér rannsókn sem þessa.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda samþykkt deiliskipulag til Skipulagsstofnunar og leggur til við sveitarstjórn að farið verði í minjarannsókn á lóð 17, nú þegar, til að óvissu sé eytt, áður en áform um byggingar komi fram þar.
10.5. 2205022 - Umsókn um landskipti fyrir Botnalækjahæðir út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir
Þann 14.8.2022 sendi Sigurður Jóhannsson beiðni að fresta málinu.
Nefndin leggur erindið til hliðar að ósk Sigurðar Jóhannssonar.
10.6. 2209005 - Umsókn um byggingarleyfi - Bakkahvammur 15
Fyrir liggja frumdrög að uppdrætti fyrir raðhús staðsett í Bakkahvammi 15 bárust þann 8.8.2022 frá Dalasmíði ehf. með ósk um byggingarleyfi.
Nefndin felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.
10.7. 1912001 - Miðbraut 15 - Breyting á notkun húss
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar umsagnar Umhverfis- og Skipulagsnefndar með vísan í 4.mgr. 10.gr. laga nr. 1277/2016 vegna umsóknar D9 ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, tegund c-minna gistiheimili, sem rekinn verður sem Dalía, að Miðbraut 15 efri hæð, 370 Búðardal.
Nefndin leggst ekki gegn leyfisveitingu, að undangenginni grenndarkynningu og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd hennar.
10.8. 2208008 - Byggingarleyfi Blönduhlíð
Þann 27.7.2022 lagði Ásgeir Salberg Jónsson fram umsókn um stækkun sumarhúsnæðis í Blönduhlíð.
Nefndin felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.
10.9. 2101044 - Loftslagsstefna Dalabyggðar
Loftslagsstefna Dalabyggðar til kynningar fyrir nefnd.
Loftlagsstefna Dalabyggðar kynnt og nefndarfólk hvatt til að lesa og senda ábendingar og athugasemdir til verkefnisstjóra, innan þriggja vikna frá þessum fundi.
10.10. 2209002 - Borgað þegar hent er
Þann 1. janúar 2023 koma til framkvæmda breytingar á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs um að innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs skuli vera sem næst raunkostnaði niður á hvern aðila.
Slík aðgerð við innheimtu byggist á mengunarbótareglunni þar sem hver og einn borgar fyrir það sem hann hendir (e. Pay as you throw).
Lögin hafa mikla þýðingu fyrir sveitarfélögin í landinu og munu þau þurfa að aðlaga gjaldskrár sínar og innheimtukerfi.
Skýrsla um útfærslur á "Borgað þegar hent er" kynnt fyrir nefndinni. Formanni og varaformanni nefndarinnar falið að sitja kynningarfund Íslenska gámafélagsins um útfærslu.
10.11. 2207011 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Breytingar verða á starfsleyfi urðunarstaðar í Fíflholti um áramót. Við þær breytingar má urðunarstaðurinn ekki lengur taka við dýrahræjum. Óvissa er þá um hvar farga eigi dýrahræjum sem safnað er í Dalabyggð.
Nefndin felur formanni að hefja samtal við fulltrúa umhverfismála í Borgarbyggð og í Húnabyggð í þeim tilgangi að ræða lausnir.
11. 2208013F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 63
Samþykkt samhljóða.
11.1. 2201044 - Rekstur Silfurtúns 2022
Formaður fór yfir stöðu mála, jafnvægi er að nást í mannahaldi og lýsir stjórn Silfurtúns ánægju sinni með þá stöðu en mikilvægt er að starfsmannahópnum sé þakkað með e.h. hætti fyrir það ómetanlega starf sem hópurinn sinnir alla dag.
Ásta Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur er mætt til starfa og verður fram til áramóta og heldur utan um faglegt starf ásamt aðstoð sem er til staðar frá starfsfólki HVE og Fellsenda.

Reksturinn er þungur fyrstu 8 mánuði ársins og ljóst að svo verður út árið.
11.2. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Farið yfir fyrstu forsendur varðandi rekstrarárið 2023 sem fram eru komnar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Stjórn mun fara dýpra í málin með skrifstofu Dalabyggðar á milli funda.
11.3. 1910017 - Könnun á samstarfi Silfurtúns og Fellsenda, samskipti við HVe og heilbrigðisráðuneyti
Sveitarstjóra falið að ræða við forsvarsfólk Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og Heilbrigðisráðuneytið um stöðu mála og vilja Dalabyggðar á aukinni samþættingu og samvinnu varðandi faglegt starf.
11.4. 2011017 - Samningur um eldhúsrekstur.
Farið yfir stöðu á samningi um eldhúsrekstur í Silfurtúni sem rennur út um næstu áramót. Í núverandi samningi er ákvæði um að heimilt sé að framlengja samninginn um eitt ár, þá út árið 2023.
Stjórn Silfurtúns felur sveitarstjóra að ræða við Dalakot um framlengingu á samningnum út árið 2023.
12. 2204013 - Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Búðardal fundargerðir 2022
Fundargerð 10. fundar byggingarnefndar íþróttamannvirkja í Búðardal, frá 06.09.2022.
Til máls tók: Skúli.

Samþykkt samhljóða.
Byggingarnefnd 10..pdf
Fundargerðir til kynningar
13. 2201003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2022
Fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 912.pdf
Mál til kynningar
14. 2208015 - Starfshópur um vindorku kallar eftir sjónarmiðum
Starfshópur um vindorku sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði í sumar kallar nú eftir sjónarmiðum hagaðila, sveitarfélaga, félagasamtaka og almennings á málefnum vindorku.
Lagt fram til kynningar.

Lagt til að sveitarstjóri taki saman minnisblað sem verði sent á starfshópinn.

Samþykkt samhljóða.
Stjórnarráðið _ Starfshópur um vindorku kallar eftir sjónarmiðum.pdf
15. 2208011 - Haustþing SSV 2022
Haustþing SSV 2022 verður haldið á Fosshótel Stykkishólmi dagana 21. og 22. september nk. Þema þingsins verða samskipti ríkis og sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Fundarboð.pdf
16. 2209002 - Borgað þegar hent er
Þann 1. janúar 2023 koma til framkvæmda breytingar á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs um að innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs skuli vera sem næst raunkostnaði niður á hvern aðila.
Slík aðgerð við innheimtu byggist á mengunarbótareglunni þar sem hver og einn borgar fyrir það sem hann hendir (e. Pay as you throw).
Lögin hafa mikla þýðingu fyrir sveitarfélögin í landinu og munu þau þurfa að aðlaga gjaldskrár sínar og innheimtukerfi.

Lagt fram til kynningar.

Til máls tóku: Guðlaug, Eyjólfur.
Greining á útfaerslum borgað þegar hent er.pdf
17. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Til máls tók: Björn Bjarki.
225. fundur, 8. september 2022.pdf
Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar ætti að vera 13. október en vegna Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sem fer fram þann dag er lagt til að næsti fundur sveitarstjórnar verði miðvikudaginn 12. október.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerð yfirfarin, staðfest og undirrituð.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:57 

Til bakaPrenta