Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 156

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
07.05.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal
Til afgreiðslu er fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi í Búðardal. Um er að ræða
skipulagssvæðið norðan Miðbrautar sem tekur til íbúðarbyggðar ÍB2 og ÍB3 við Búðarbraut, Dalbraut, Gunnarsbraut og Sunnubraut. Aðliggjandi er svæði fyrir samfélagsþjónustu S14 sem er reitur dvalarheimilisins Silfurtúns.
Einnig er um að ræða miðsvæði M1 norðan Miðbrautar og aðliggjandi opins svæðis OP9.
Skipulagssvæðið sunnan Miðbrautar tekur til íbúðarbyggðar ÍB5 við Ægisbraut og Stekkjarhvamm og aðliggjandi opins svæðis OP4 suðvestan skólasvæðisins og Dalabúðar. Deiliskipulagið nær inn á útivistarsvæði OP3 meðfram ströndinni.

Tillögurnar teknar fyrir að lokinni auglýsingu skv, 3 málsgrein 41. greinar skipulagslaga, með lagfæringum, sbr. samantekt, vegna fram kominna athugasemda. Tillaga samþykkt.
2. 2505002 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar.
Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða framkvæmdaleyfi, skv. 13. grein skipulagslaga, að uppfylltum skilyrðum.
3. 2504017 - Umsókn um breytt staðfang
Framlögð umsókn um breytingu á staðfangi.
Erindi frestað
4. 2505006 - Ljósleiðari í S-hluta Búðardals - framkvæmdarleyfi
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara í Búðardal.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara skv. fyrirliggjandi gögnum.
Mikilvægt er að horft til nýs deiliskipulags og tillit tekið til allra lóða við framkvæmdina.
Búðardalur lagnablöð.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta