Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 134

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
01.02.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Ritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301065 - Ljárskógabyggð
Nefndin þakkar erindið og bendir eiganda og hönnuði á að hafa samráð við Breiðafjarðarnefnd, m.t.t. laga um verndun Breiðafjarðar, við Vegagerðina varðandi vegtengingar, Minjastofnun varðandi mögulegar fornminjar og Náttúrufræðistofnun varðandi gróðurfar og dýralíf, áður en lengra er haldið.
2. 2112015 - Bakkahvammur, fornminjar
Framlagt tilboð vegna rannsókna á mögulegum fornminjum í Bakkahvammi.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita fjármagni í verkefnið.
3. 2205021 - Miðbraut 15 Auglýsingaskilti á lóð
Umrætt skilti sem nú er sótt um er allnokkru stærra en núverandi skilti, sem er grundvöllur leyfis sem veitt var í júní 2022 á 127. fundi nefndarinnar. Felur nefndin því sveitarstjóra að kanna hvort umsagnaraðilar, s.s. Vegagerðin, geri athugasemdir við staðsetningu og stærð skiltis, áður en endanleg afgreiðsla fer fram.
4. 2211033 - Tilkynning um skógrækt Skógum 137785
Nefndin óskar eftir formlegri umsókn með umsögnum lögbundinna umsagnaraðila.
5. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Rætt um stöðu mála varðandi endurskoðun aðalskipulags Dalabyggðar 2020 - 2032.
Nefndin óskar eftir því að fá svigrúm til að fjalla á næsta fundi um lokadrög Aðalskipulags Dalabyggðar, eftir lagfæringar sem byggðar voru á athugasemdum og ábendingum sem komu fram eftir að athugasemdafresti lauk formlega.
6. 1702012 - Starfsmannamál á skipulagssviði
Skipulagsfulltrúi Dala, Reykhóla og Stranda hefur sagt starfi sínu lausu og lét af störfum þann 31. janúar 2023. Er hér með komið á framfæri þökkum fyrir góð störf til Örwu Alfadhli og henni óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Sveitarstjórar samstarfsverkefnisins um skipulags- og byggingarmál Dala, Reykhóla og Stranda hafa fundað um það starfsumhverfi sem um ræðir og ljóst er að mikilvægt er að endurskoða skipulag m.t.t. þess starfsumhverfis sem um ræðir.
Nefndin tekur undir sjónarmið sem fram koma í minnisblaði sveitarstjóra sveitarfélaganna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta