Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 261

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
23.10.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir oddviti,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að máli nr. 2510021 - Tillögur sameiginlegrar kjörstjórnar Dalabyggðar og Húnaþings vestra, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 3.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2411009 - Lánasamningur - Lánasjóður sveitarfélaga
Fyrirliggjandi er heimild til lántöku í fjárhagsáætlun Dalabyggðar á árinu 2025 vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja sem og samþykki Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

Hér er gerð eftirfarandi tillaga að undangengnum samskiptum við Lánasjóð sveitarfélaga ohf.:

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að útgreiðslufjárhæð allt að kr. 270.000.000,- með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til byggingar íþróttahús í Búðardal sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra, kt. 040768-5059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Til máls tók: Björn Bjarki.

Tillagan lögð fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
2. 2505011 - Formlegar sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra
Lagt fram skilabréf samstarfsnefndar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra dags. 21. október 2025 ásamt fylgiskjölum. Skv. 2. mg. 119. gr. sveitarstjórnarlaga skal sveitarstjórn taka málið á dagskrá án atkvæðagreiðslu.
Í skilabréfinu kemur fram að samstarfsnefndin kom saman á sjö bókuðum fundum. Samstarfsnefnd skipaði starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð, auk þess sem samstarfsnefnd hefur haldið tvo íbúafundi í hvoru sveitarfélagi til að eiga samráð við íbúa og kynna stöðu viðræðna.

Til máls tóku: Ingibjörg, Garðar, Einar, Eyjólfur, Ingibjörg (annað sinn).

Álit samstarfsnefndar er svohljóðandi:
„Dalabyggð og Húnaþing vestra eru lík að landkostum, íbúasamsetningu, búsetumynstri og atvinnulífi. Við sameiningu sveitarfélaganna yrði að mati nefndarinnar til öflugra sveitarfélag með sterkari stjórnsýslu, faglegri þjónustu og meiri slagkraft í hagsmunagæslu til að byggja upp innviði og auka fjölbreytni í atvinnulífi eins og sjá má í greiningargögnum samstarfsnefndar (fylgiskjal I). Nefndin telur að sameining myndi stuðla að aukinni byggðafestu og auka aðdráttarafl fyrir nýja íbúa og starfsmenn. Helstu áskoranir sameinaðs sveitarfélags væru að tryggja jafnt þjónustustig, viðhalda staðbundnum sérkennum og tryggja að íbúar upplifi áfram nálægð og öryggi í þjónustu. Nefndin telur að mæta megi þeim áskorunum og leggur áherslu á að t.a.m. verði Húnvetningar áfram Húnvetningar og Dalamenn áfram Dalamenn þótt stjórnsýslueiningarnar tvær sameinist.
Fjárhagur sameinaðs sveitarfélags yrði sterkur og fjárfestingargeta þess betri en hjá sveitarfélögunum hvoru um sig. Sérstök sameiningarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu árum myndu auka svigrúm til fjárfestinga í sameinuðu sveitarfélagi, minnka þörf á lántöku og lækka fjármagnskostnað. Jafnframt hefur verið kynnt að reglubundin framlög Jöfnunarsjóðs munu hækka í sameinuðu sveitarfélagi ef af verður.
Það er samdóma álit samstarfsnefndar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra að sameining væri framfaraskref fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra.“

Sveitarstjórn þakkar samstarfsnefnd fyrir vel unnin störf og felur henni að sjá um kynningu sameiningartillögunnar skv. 4. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga. Sveitarstjórn hvetur íbúa til að kynna sér málið og taka þátt í kosningunum sem fram fara 28. nóvember til 13. desember nk.
Álit samstarfsnefndar.Sveitarstjórn Dalabyggðar 21.10.2025.pdf
Könnun á möguleikum á sameiningu Dalbyggðar og Húnaþings vestra 21.10.2025 (003).pdf
DalHún Minnisblað - Aðgerðir til að stuðl að byggðafestu.pdf
7. fundur samstarfsnefndar Dalabyggð og Húnaþing vestra.pdf
6. fundur samstarfsnefndar Dalabyggðar og Húnaþings vestra.pdf
5. fundur samstarfsnefndar Dalabyggðar og Húnaþings vestra.pdf
4. fundur samstarfsnefndar Dalabyggðar og Húnaþings vestra.pdf
3. fundur samstarfsnefndar Dalabyggðar og Húnaþings vestra_undirritad.pdf
2. fundur samstarfsnefndar Dalabyggðar og Húnaþings vestra_undirritad.pdf
1. fundur samstarfsnefndar Dalabyggðar og Húnaþings vestra_undirritad.pdf
3. 2510021 - Tillögur sameiginlegrar kjörstjórnar Dalabyggðar og Húnaþings vestra
Sameiginleg kjörstjórn leggur til við sveitarstjórnir að framkvæmd kosningar verði með eftirfarandi hætti:

1. Kjörfundur frá 28. nóvember til og með 12. desember verði framkvæmdur eins og um póstkosningu væri að ræða. Kjósendur sem mæta á kjörstaði setji atkvæði í lokuð umslög og fylgiseðil í atkvæðakassa. Það er mat kjörstjórnar að þessi aðferð tryggi rekjanleika, öryggi atkvæða og styrki framkvæmd kosningarinnar.

2. Að íbúar geti kosið ofar en einu sinni og nýjasta atkvæði gildi, með sama hætti og lög segja til um utankjörfundaratkæðagreiðslur.

3. Að sveitarstjórnir veiti byggðarráðum fullnaðarheimild til að taka ákvarðanir sem varða framkvæmd kosningarinnar til sameiningar sveitarfélaganna.

4. Kjörseðlar. Sameinleg kjörstjórn leggur til tvo kjörseðla til nota við kosninguna. Óskar kjörstjórn staðfestingar sveitastjórna á kjörseðlunum og í kjölfarið mun kjörstjórn senda þá til staðfestingar hjá innviðaráðuneyti.

Ofangreind atriði eru ítarlegri kröfur til kosningar en þær lágmarkskröfur sem tilgreindar eru í reglugerð 922/2023. Kjörstjórn telur þau afar mikilvæg til að tryggja örugga, skilvirka og gagnsæja framkvæmd.

Til máls tóku: Björn Bjarki, Ingibjörg.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir, með fyrirvara um álit innviðaráðuneytis, tillögur sameiginlegrar kjörstjórnar um að kjörfundur í kosningu um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar frá 28. nóvember til og með 12. desember verði framkvæmdur eins og um póstkosningu væri að ræða. Kjósendur sem mæta á kjörstaði setji atkvæði í lokuð umslög og fylgiseðil í atkvæðakassa.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.



Lögð fram eftirfarandi tillaga:

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir tillögur sameiginlegrar kjörstjórnar um að íbúar geti kosið ofar en einu sinni í kosningu um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar og nýjasta atkvæði gildi, með sama hætti og lög segja til um utankjörfundaratkæðagreiðslur með fyrirvara um álit innviðaráðuneytis.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.



Lögð fram eftirfarandi tillaga:

Sveitarstjórn veitir byggðarráði fullnaðarheimild til að taka ákvarðanir sem varða framkvæmd kosningar um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.



Lögð fram eftirfarandi tillaga:

Sveitarstjórn samþykkir tillögu sameiginlegrar kjörstjórnar um tvo kjörseðla til að nota við kosningu um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar og felur kjörstjórn að senda seðlana til staðfestingar hjá innviðaráðuneyti.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
4. 2501003 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2025
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 986.pdf
5. 2501006 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2025
Lagt fram til kynningar.
198_2025 1013_Samþykkt fundargerð..pdf
Fundargerð yfirfarin, staðfest og undirrituð. Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður fimmtudaginn 13. nóvember nk. kl.16:00


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til bakaPrenta