Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 19

Haldinn á fjarfundi,
24.11.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pálmi Jóhannsson formaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Gyða Lúðvíksdóttir aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir kemur á fund nefndarinnar undir þessum dagskrárlið.
1. 2006018 - Áskorun og ný hugmynd
Nefndin þakkar fyrir erindið og góðar ábendingar. Nefndin tekur undir nauðsyn þess að eiga gott samstarf við land- og fasteignaeigendur í Dalabyggð óháð búsetu þeirra.
Áskorun - undirrituð.pdf
Kristján Daðason kemur á fund nefndarinnar undir þessum dagskrárlið.
2. 2011022 - Kræklingaræktun í Breiðafirði
Nefndin tekur vel í erindið og er opin fyrir frekara samtali við forsvarsmenn verkefnisins. Formanni og verkefnastjóra falið að vinna málið áfram.
3. 2011018 - Áfangastaðaáætlun 2021-2023
Nefndin skoðar áherslur fyrir nýja áfangastaðaáætlun.
Nefndin ræðir þá staði sem verða áfram í Áfangastaðaáætlun og þá sem koma inn nýjir.
Nefndin leggur áherslu á betri undirbúning fyrir vinnu við næstu uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Vesturlands.
4. 2011013 - Atvinnumálanefnd - erindisbréf
Nefnd fer yfir uppfærslu á erindisbréfi atvinnumálanefndar.
Nefndin felur verkefnastjóra að ganga frá erindisbréfi og senda það til sveitarstjórnar með áorðnum breytingum.
Erindisbréf atvinnumálanefndar_JMS.pdf
5. 2011021 - Vegna tekjufallsstyrkja
Tekjufallsstyrkir eru til að styðja við rekstraraðila sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um þá gilda lög 118/2020 um tekjufallsstyrki . Markmið þeirra er að viðhalda atvinnustigi og efnahagsumsvifum.

Þeir einstaklingar og lögaðilar sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi sem hófst fyrir 1. apríl 2020 og hafa orðið fyrir a.m.k. 40% tekjufalli, sem rekja má til heimsfaraldurs kórónuveiru, eiga rétt á tekjufallsstyrk úr ríkissjóði að uppfylltum ýmsum skilyrðum.

Nefndin felur verkefnastjóra að hafa samband við ferðaþjóna og aðra atvinnurekendur í Dalabyggð og kalla eftir upplýsingum um nýtingu þeirra og möguleika á styrkjum og aðgerðum vegna COVID-19.
Nefndin vill vera upplýst um stöðuna og þá kanna hvort nefndin geti hlutast til um málin með samskiptum við stjórnvöld.
6. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
Svar hefur borist frá ráðherra ferða- og nýsköpunarmála sem tekur jákvætt í verkefnið.
Ganga þarf frá samningi um húsnæði.

Nefndin hvetur til þess að málið verði unnið áfram og samningum verði náð um húsnæðið.
r04sibr_9.11.2020_08-47-08.pdf
Mál til kynningar
7. 2009032 - Reglur um birtingu skjala með fundargerðum A-hluta nefnda Dalabyggðar
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til bakaPrenta