Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 54

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
25.06.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Þórunn Þórðardóttir varamaður,
Einar Jón Geirsson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2209006 - Fræhöll
Jakob K. Kristjánsson og Franz Jezorski koma á fund nefndarinnar og kynna stöðu mála varðandi fræhöll, Brekkuskóg og tilraunarækt.
Nefndin þakkar Jakobi og Franz fyrir komuna og umræður.
2. 2503014 - Forgangsröðun innviðamála í Dalabyggð
Uppfærð innviðaáætlun verður unnin áfram, þar verður fjallað um forgangsröðun Dalabyggðar í vegamálum, fjarskiptum, raforku og húshitun.
3. 2504014 - Erindi vegna byggðakvóta
Staðan rædd eftir að upplýsinga var leitað hjá ráðuneyti og SSV.
Rætt um niðurstöðu SSV, ráðuneytis og Byggðastofnunar. Búið er að upplýsa málsaðila um stöðuna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:11 

Til bakaPrenta