Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 25

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
05.10.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pálmi Jóhannsson formaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Gyða Lúðvíksdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt er til að mál nr. 2102016 - Stefna atvinnumálanefndar 2021 verði dagskrárliður 2 og mál nr. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 verði dagskrárliður 3.
Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
Á fundinn koma gestir frá Northlight seafood ehf. Þeir Kristján Daðason framkvæmdarstjóri og Ásgeir Ásgeirsson stjórnarmaður, undir dagskrárlið 1.
Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi og Kristján Sturluson sveitarstjóri sitja einnig fundinn undir dagskrárlið 1.
1. 2011022 - Kræklingaræktun í Breiðafirði
Fulltrúar frá Northlight Seafood ehf. koma á fund nefndarinnar.
Northlight seafood ehf. hefur sótt um rannsóknarleyfi í Hvammsfirði vegna kræklingaræktunar.
Umræður við gesti um framhald þeirra með verkefnið.
Þórður Már Sigfússon situr fundinn undir dagskrárlið 2.
2. 2102016 - Stefna atvinnumálanefndar 2021
Nefndin ræðir gatnagerð í Búðardal vegna skipulagðra lóða.
Nefndin áréttar mikilvægi þess að framkvæmdir við gatnagerð fylgi áhuga á og umsóknum um skipulagðar lóðir, bæði íbúða- og iðnaðarhúsnæðis.
3. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Úr fundargerð 276. fundar byggðarráðs 22.09.2021, dagskrárliður 1:
2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Fyrstu drög að fjárhagsáætlun lögð fram.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun til umræðu í nefndum. Nefndir skili niðurstöðum sínum til byggðaráðs fyrir 10. október.
Samþykkt samhljóða.

Nefndin beinir því til byggðarráðs að gera ráð fyrir gatnagerð við fjárhagsáætlunargerð vegna skipulagðra lóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta