Til bakaPrenta
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 41

Haldinn á fjarfundi,
02.02.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Kristján Sturluson embættismaður,
Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarforstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2012023 - Rekstur Silfurtúns 2021.
Eitt rými er ónotað í tvær vikur. Unnið er að hvíldarinnlögn.
Rætt um viðgerðir og viðhald.
Ákveðið að fá tilboð í endurnýjun ísskápa.
Rætt um breytingar á vaktakerfi vegna styttingar vinnutíma á vöktum.
2. 2003010 - COVID-19, bólusetningar og heimsóknarreglur
Búið er að bólusetja alla íbúa tvisvar sinnum. Heimsóknarreglur hafa í framhaldinu verið rýmkaðar þannig að tveir geta komið í heimsókn og það þurfa ekki að vera sömu aðilar milli daga. Heimilt er að fara í bíltúra en þá er grímuskylda.
Hjúkrunarheimili.dagdvalir-NEYÐARSTIG.pdf
Heimsóknarreglur Silfurtúns 02022021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta