Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 112

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
30.08.2022 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson fulltrúi starfsmanna,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að eftirfarandi máli verði bætt á dagskrá:
2202022 Verkefnisstjórn fyrir Brothætta byggð og verði dagskrárliður 5.
Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
Jón Egill Jónsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi situr fundinn undir dagskrárliðum 1 til 4.
1. 2205025 - Frístundaakstur
Búið að leggja könnun fyrir alla foreldra grunnskólabarna í ágúst 2022.
Svarhlutfall var 82%
76% allra nemenda Auðarskóla sem telja sig munu nýta frístundaakstur.
Mikill meirihluti sem eru tilbúnir til að greiða fast gjald fyrir þjónustuna.
Ef til frístundaaksturs kemur þyrfti að skoða skipulag stundatöflu og heimferðir leikskólabarna.

Nefndin gerir tillögu um að Dalabyggð taki upp frístundaakstur og vísar málinu til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

Bréf til fræðslunefndar og byggðarráðs lagt fram til kynningar.
bréf-til-fræðslunefndar-og-byggðaráðs - Ragnheiður Pálsdóttir - vegna frístundaaksturs.pdf
Samantekt á niðurstöðum úr könnun um frístundabíl.pdf
2. 2207018 - Samstarfsverkefni Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar um tómstundastarf
Fyrir liggur erindi frá tómstundafulltrúa Reykhólahrepps varðandi samstarf um tómstundastarf sem snýst um mögulegar heimsóknir milli byggðarlaga.
Nefndin þakkar fyrir erindið.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna minnisblað vegna málsins og um mögulega útfærslu í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
3. 2208009 - Grunnskólamál - haust 2022
Skólastjóri fer yfir skólastarf haustið 2022.
84 nemendur við Auðarskóla í byrjun skólaárs.
Skoða þarf samspil skólastarfs og frístundaaksturs ef til hans kemur.
Ákalli um bætta lífsleiknikennslu hefur verið svarað.
Samþætting kennslu verður aukin.
Markmiðasetning verður hluti af skólastarfi.
Stefnt er að opnun á nýrri heimasíðu Auðarskóla 20. september nk.
Umræður um að settar verði reglur fyrir félagsmiðstöðina Hreysið í samvinnu við nemendur. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna að reglum fyrir næsta fund nefndarinnar.

Nefndin ræðir kynjaskiptingu í námi við Auðarskóla.
4. 2208010 - Tómstundir - haust 2022
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir drög að dagskrá íþrótta- og tómstundastarfs haustið 2022 og verkefnin framundan; vinaliðar, félagsmiðstöð, UDN, félagsstarf eldri borgara, tómstundabæklingur, ungmennaráð o.s.frv.
vetrardagskráin 2022 haust_uppfaert.pdf
Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri DalaAuðar kemur inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
5. 2202022 - Verkefnisstjórn fyrir Brothætta byggð
Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri DalaAuðar kemur á fund nefndarinnar.
Linda fer yfir stöðu DalaAuðar, opnað verður fyrir umsóknir vegna verkefnisins um næstu mánaðarmót.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10 

Til bakaPrenta