Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 124

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
04.03.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Sæmundur G. Jóhannsson varamaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi
Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi, sat fundinn með fjarfundarbúnaði.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar þann 17. febrúar sl. var lagt fram minnisblað aðalskipulagsráðgjafa í tengslum við vinnu við endurskoðun aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032. Í minnisblaðinu var gerð grein fyrir ábendingum og umsögnum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögunnar. Þar eru einnig settar fram tillögur að viðbrögðum við ábendingunum.
Samkvæmt bókun skipulagsnefndar þann 17. febrúar var aðalskipulagsráðgjöfum falið að lagfæra skipulagsgögnin til samræmis við minnisblaðið. Með tilliti til athugasemdar er varðar göngu- og reiðleiðir í landi Skoravíkur var formanni og varaformanni nefndarinnar hins vegar falið að funda með landeiganda.

Sá fundur fór fram þann 23. febrúar sl. og er vísað í afgreiðslu fundar umhverfis- og skipulagsnefndar þann 17. febrúar sl.

Samþykkt samhljóða.
Aðalskipulag Dalabyggðar athugasemdir vinnlsutillaga (ID 258861).pdf
2. 2202027 - Beiðni um um umsögn vegna ræktunarleyfis Icelandic Mussel Company ehf, í Hvammsfirði
Vegna fyrirhugaðrar leyfisveitingu óskar Matvælastofnun, í samræmi við 9. gr. laga nr. 90/2011 um skeldýrarækt, eftir umsögn Sveitarfélagsins Dalabyggðar varðandi það hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu ræktunarsvæði eða fyrirhugaðar tegundir, stofnar eða starfsaðferðir gefi tilefni til hættu á neikvæðum vistfræði- eða erfðafræðiáhrifum sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.
Vegna verndar Breiðafjarðar tekur nefndin ekki afstöðu til málsins fyrr en Breiðafjarðarnefnd hefur fjallað um málið.

Samþykkt samhljóða.
Beiðni um umsögn Sveitarfélagið Dalabyggð vegna ræktunar I.M.C í Hvammsfirði.pdf
Hvammsskel.pdf
Staðarfell.pdf
3. 2202039 - Beiðni um umsögn vegna tilraunaleyfis Northlight Seafood ehf. í Hvammsfirði.
Vegna fyrirhugaðrar leyfisveitingu óskar Matvælastofnun, í samræmi við 9. gr. laga nr. 90/2011 um skeldýrarækt, eftir umsögn Sveitarfélagsins Dalabyggðar varðandi það hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu ræktunarsvæði eða fyrirhugaðar tegundir, stofnar eða starfsaðferðir gefi tilefni til hættu á neikvæðum vistfræði- eða erfðafræðiáhrifum sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.
Vegna verndar Breiðafjarðar tekur nefndin ekki afstöðu til málsins fyrr en Breiðafjarðarnefnd hefur fjallað um málið.

Samþykkt samhljóða.
K42_Hvammsfj_240122.pdf
Beiðni um umsögn Sveitarfélagið Dalabyggð vegna ræktunar I.M.C. í Hvammsfirði.pdf
4. 2202013 - Vatnsmiðlun í Fáskrúð - umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun
Tekið fyrir á nýjan leik erindi frá Skipulagsstofnun sem frestað var á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar þann 17. febrúar sl., er varðar umsagnarbeiðni um vatnsmiðlun í Fáskrúð.

Samkvæmt erindi Skipulagsstofnunar hafa Landeigendur jarðanna Ljárskóga og Glerárskóga í Dalabyggð sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu móttekin 4. febrúar 2022, um vatnsmiðlun í Fáskrúð skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 óskar Skipulagsstofnun því eftir að Dalabyggð gefi umsögn um framkvæmdina.

Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Dalabyggð telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði þurfi að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Ráðgert er að fyrirhugað byggja stífla rísi í Hvanná röskum kílómetra ofan ármóta Hvannár og Köldukvíslar. Á stíflustæðinu rennur Hvanná af Hvanneyrum, fornum lónbotni, inn í afmarkaðan farveg árinnar. Ráðgert hæsta rekstrarvatnsborð verður 215 m yfir sjó og lónið sem myndast verður þá að flatarmáli um 0,58 km2 eða 58 ha.

Fyrirhuguð framkvæmd fellur í B-flokk í lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana, samkvæmt lið 10.12 í 1. viðauka laganna.

Skipulagsnefnd telur ljóst að hið fyrirhugaða lón muni hafa takmörkuð umhverfisáhrif þar sem það mun þekja fornan lónbotn í dældinni. Þá er gert grein fyrir því að nægt efni sé til staðar í landi Ljárskóga í stíflugerðina. Bent er á að sækja þarf hluta af efni í stífluna utan framkvæmdasvæðis og er í því tilliti horft til hálffrágenginnar storkubergsnámu í Ljárskógum sem hægt væri að nýta í stoðfyllingu. Þá er aukinheldur ljóst að rask vegna vegaframkvæmda verður minniháttar þar sem núverandi vegslóði muni nýtast við framkvæmdirnar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda skv. lögum nr. 111/2021. Nefndin telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar. Nefndin telur að æskilegt að ákvæði um mótvægisaðgerðir og vöktun verði skilgreint betur í umsókn um framkvæmdaleyfi. Ekki er þörf á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Sveitarfélagið er leyfisveitandi þegar kemur að byggingar- og framkvæmdaleyfum og fer með skipulagsvald á svæðinu.

Samþykkt samhljóða.
Matsskyldufyrirspurn Fáskrúð - vatnsmiðlun í Hvanná.pdf
5. 2202015 - Áningarstaður á Merkjahrygg á Bröttubrekku
Óskað er eftir afstöðu og aðkomu Dalabyggðar varðandi uppbyggingu á áningarstað/kaldri upplýsingastöð við Merkjahrygg á Bröttubrekku.
Nefndin hvetur sveitarstjórn til að taka þátt í verkefninu.

Samþykkt samhljóða.
Áningastaður á Bröttubrekku-verkefnislýsing-2022.pdf
6. 2203002 - Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal
Tekin fyrir ósk Minjaverndar um vinnslu á breytingu á deiliskipulagi í Ólafsdal. Fyrir liggja greinargerð og uppdrættir að breytingunni dags. 2.3.2022.

Deiliskipulagsbreytingin fellst í stækkun skipulagssvæðisins til að koma fyrir merktum gönguleiðum um dalinn, áningarstöðum með upplýsingaskiltum, prílum yfir girðingu og skógrækt. Þá eru nokkrir byggingarreitir stækkaðir og byggingarreit fyrir salernisaðstöðu við bílastæði og tjaldsvæði við tóvinnuhús bætt inn á uppdrátt. Einnig er legu aðkomuvegar breytt lítillega. Breytingin er sýnd á deiliskipulagsuppdrætti í mælikvarðanum 1:1000 og skýringaruppdrætti í mælikvarðanum 1:7500.

Nefndin frestar erindinu.

Samþykkt samhljóða.
7. 2203003 - Umsókn um byggingarleyfi
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi en um er ad ræða nýbyggingu á fyrrverandi steyptum grunni á landi Nýpur.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og að byggingarfulltrúa verði falið að veita leyfið.

Samþykkt samhljóða.
220125_NYP Galleri - A210 - Útlit.pdf
220125_NYP Galleri - A110 - Plan 1 og 2.pdf
220125_NYP Galleri - A010 - Afstöðumynd.pdf
220125 Byggingarlýsing.pdf
220125- A540 - Skráning Nýp II.pdf
8. 2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík
Þann 11. nóvember 2021 samþykkti sveitarstjórn Dalabyggðar erindi Hermanns Georgs Gunnlaugssonar f.h. landeiganda um vinnslu deiliskipulags fyrir jörðina Skoravík á Fellstströnd auk þess sem framlögð skipulagslýsing var samþykkt til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að deiliskipulag þarf að vera í samræmi við aðalskipulag.

Í lýsingunni kemur fram að deiliskipulagið sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og því verði engin áhrif af framkvæmdinni en nefndin telur svo ekki vera. Undir liðinum „Áhrif framkvæmda-áform“ segir að áætlað sé að reiðleið undir Skoravíkurmúla verði felld úr gildi í endurskoðun aðalskipulags. Téð reiðleið er í gildandi aðalskipulagi 2004-2016 og hefur engin ákvörðun verið tekin um niðurfellingu leiðarinnar. Telur umhverfis- og skipulagsnefnd réttast að bíða með kynningu skipulagslýsingarinnar þar til niðurstaða hefur fengist í það mál í tengslum við yfirstandandi vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Samtal hefur verið við landeiganda og hagsmunaaðila um lausn á málinu.

Jafnframt áréttar umhverfis- og skipulagsnefnd að í deiliskipulagstillögunni þarf að taka þarf tillit til landamerkja annarra jarða og lóða auk aðkomu aðliggjandi jarða.

Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að auglýsing skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag Skoravíkur verði frestað þar til niðurstaða liggur fyrir varðandi endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta