Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 137

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
04.05.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Lagt er til að máli 2305009, umsókn um byggingarleyfi, verði bætt á dagskrá og verði liður 9 á dagskrá.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2304017 - Umsögn um Klofningsveg (590)
Framlagt erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn Dalabyggðar um endurbætur á Klofningsvegi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, líklegum áhrifum á umhverfisþætti og mótvægisaðgerðum. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda skv. lögum nr. 111/2021 að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laganna.
Sveitarfélagið er leyfisveitandi þegar kemur að byggingar- og framkvæmdaleyfum og fer með skipulagsvald á svæðinu.
Samþykkt samhljóða.
Klofningsvegur (590) Dalabyggð, greinargerð MÁU.pdf
Teikningar með tilkynningu v. Klofningavegar (590) Dalabyggð.pdf
2. 2205022 - Umsókn um landskipti út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir L137568
Áður á fundi (136) nefndar 11. apríl 2023 sbr. svohljóðandi afgreiðslu: Nefndin hafnar erindinu á grundvelli ónógra gagna og felur skipulagsfulltrúa að afla gagna. Hafnað.

Framlögð ný gögn landeigenda Hróðnýjarstaða (L137568), sbr: Beiðni um landskipti dags. 19. desember 2022 undirrituð af landeigendum Hróðnýjarstaða og landskiptagerð Hróðnýjarstaða með hnitsettum uppdrætti. Jafnframt fylgir þinglýsingarvottorð landeigenda Hróðnýjarstaða
Í landskiptagerð þessari hefur bújörðinni Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð verið skipt í tvennt, Hróðnýjarstaði og Hróðnýjarstaði I. Landamerki Hróðnýjarstaða I hafa verið hnitsett í samræmi við fyrirhugaða uppskiptingu jarðarinnar.
Sá hluti jarðarinnar sem nú er verið að skipta frá jörðinni er bújarðahluti hennar, þ.e. byggingar og tún, sem fær nafnið Hróðnýjarstaðir I og nýtt landnúmer. Lögbýlisréttur og greiðslumark sauðfjár fylgir Hróðnýjarstöðum I. Sá hluti jarðarinnar sem eftir verður, að mestu heiðaland og klettar, heldur núverandi nafni, Hróðnýjarstaðir og núverandi landeignarnúmeri (L137568). Hróðnýjarstaðir halda veiðiréttindum enda eru vötn jarðarinnar á þessum hluta landsins.


Skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja landskiptin skv. meðfylgjandi landskiptagerð.
20221217 LANDSKIPTAGERÐ HRÓÐNÝJARSTAÐIR Í DALABYGGÐ.pdf
20221219 Hróðnýjarstaðir beiðni um landskipti.pdf
3. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Framlagt bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. apríl 2023 um afgreiðslu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 sbr. 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
Skipulagsstofnun bendir í bréfi sínu á atriði sem þarf að bregðast við áður en stofnunin staðfestir aðalskipulagið. Þau snúa öll að lagfæringum á greinargerð til að skerpa á ákvæðum um m.a. landbúnaðarsvæði, skógrækt, efnistöku og frístundabyggð auk almennra ábendinga um texta og framsetningu.
Skipulagsnefnd hefur farið yfir bréf Skipulagsstofnunar og leggur til að skipulagsgögnin verði lagfærð í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar, sbr. minnisblað Verkís.
4. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar
Áður á fundi (136) nefndar 11. apríl 2023 sbr. svohljóðandi afgreiðslu: Ekki er hægt að taka afstöðu til fyrirliggjandi umsóknar. Með hliðsjón af fyrirliggjandi áformum, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 4. apríl 2023 og umsögn N.Í. dags. 3. apríl 2023 telur skipulagsnefnd nauðsynlegt að Skipulagsstofnun skeri úr um hvort umrædd framkvæmd teljist tilkynningarskyld framkvæmd í flokki B áður en hægt er að taka umsókn til umfjöllunar af hálfu nefndarinnar. Skipulagsfulltrúa er falið að kalla eftir áliti Skipulagsstofnunar.

Fyrir liggur svar Skipulagstofnunar um tilkynningarskyldu. Ef skógræktarsvæðið er staðsett að hluta á svæði sem nýtur verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 þarf að tilkynna framkvæmdina til Skipulagsstofnunar skv. 19. og 20. gr. laga nr. 111/2021.
Kallað var eftir viðbrögðum umsækjenda við umsögnum Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar og svara þeirra við efnislegum athugasemdum í umsögnunum. Einnig var óskað frekari upplýsingum frá umsækjendum um umfang skógræktar innan samningssvæðis og verndarsvæði sbr. 61. gr. náttúruverndarlaga sem ekki lá skýrt fyrir í fyrri afgreiðslu málsins.

Umsækjendur hafa sent inn nýja greinargerð um skógræktarframkvæmdina dags. 25. apríl 2023.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Ljárskóga sbr. umsókn og meðfylgjandi greinargerð umsækjenda dags. 25. apríl 2023 og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

Skógræktin skerði ekki votlendi og vistgerðir sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Ræktunaráætlun geri grein fyrir slíkum verndarsvæðum.

Í ræktunaráætlun verði gerð grein fyrir fornleifum og helgunarsvæðum þeirra skv. fornleifaskráningu.
Umsögn Ljárskógar.pdf
Umsögn UST um framkvæmdaleyfi fyrir 197,7 ha skógrækt.pdf
Ljárskógar greinargerð.pdf
5. 1008003 - Aðalskipulag Strandabyggðar 2010 - 2022
Framlagt erindi frá Strandabyggð dags. 26. apríl 2023:
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti þann 18. apríl 2023 að kynna skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022 og gerð deiliskipulags í tengslum við Kvíslatunguvirkjun. Óskað er eftir umsögn Dalabyggðar um skipulagslýsinguna, sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd telur skipulagslýsinguna greinargóða varðandi fyrirhugaða skipulagsvinnu í tengslum við áform um Kvíslatunguvirkjun og gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.
Kvíslatunguvirkjun. Skipulagslýsing. Strandabyggð.5.4.2023.pdf
6. 2304013 - Umsókn um vegsvæði í landi Hofakurs
Framlögð umsókn um vegsvæði í landi Hofakurs.
Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina.
Umsókn.pdf
7. 2305007 - Umsókn um stofnun lóðar í Haukabrekku
Framlögð umsókn um stofnun lóðar í landi Haukabrekku.
Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina enda sé hún samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
8885-001-DSK-001-V03 Haukabrekka Endanlegt.pdf
8885-001-DSK-002-V01 Haukabrekka Endanlegt.pdf
Haukabrekka lod H.pdf
Guðlaug tók ekki þátt í afgreiðslu 8. liðar.
8. 2305006 - Umsókn um byggingarleyfi
Framlögð umsókn um byggingarleyfi - Sunnubraut 15.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að afla gagna ef þörf er og veita heimild til framkvæmda.
Farið hefur fram kynning fyrir nágrönnum og þeir samþykkt, sbr. uppákriftir, og því þarf ekki að fara í grenndarkynningu.
Sunnubraut 15.pdf
Lodarblad_Sunnubraut_15.pdf
9. 2305009 - Umsókn um byggingarleyfi
Framlögð umsókn um byggingarleyfi - Miðskógur.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að afla gagna ef þörf er og veita heimild til framkvæmda að nauðsynlegum skilyrðum uppfylltum m.t.t matvælaframleiðslu.
Miðskógur.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta