Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 198

Haldinn á fjarfundi,
12.11.2020 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Jón Egill Jónsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr. 2011017- Samningur um eldhúsrekstur, almennt mál, verði dagskrárliður 16.
Mál.nr. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð, almennt mál, verði dagskrárliður 17.
Mál.nr. 1905028 - Ægisbraut 2, almennt mál, verði dagskrárliður 18.
Aðrir dagskrárliðir færast til í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024 - fyrri umræða.
Úr fundargerð 258. fundar byggðarráðs 9.10.2020, dagskrárliður 1:
2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Tillaga til sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024.
Minnisblað um gjaldskrár skv. fjárhagsáætlun 2021.
Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatts 2021.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja fyrirliggjandi drög að tillögu til fjárhagsáætlunar fyrir fund sveitarstjórnar þann 12. nóvember næstkomandi.

Minnisblað um gjaldskrárbreytingar sem koma fram í fjárhagsáætlun lagt fram.

Til máls tók: Kristján

Mikil óvissa er í áætluninni vegna Covid-19 faraldursins og efnahagslegra afleiðinga hans. Gera má ráð fyrir breytingum milli umræðna vegna þessa.
Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur A og B hluta verði 16,4 m.kr. Afkoma aðalsjóðs verði -54,6 m.kr., eignarsjóðs 70,4 m.kr. og afkoma A hluta því 15,8 m.kr. Samtals afkoma B hluta er um 0,6 m.kr.
Fjárfestingar eru áætlaðar 144 m.kr. Þar vega þyngst áframhaldandi vinna að íþróttamiðstöð 100 m.kr, götur og gangstéttir 4 m.kr., Silfurtún 5 m.kr., sorpmál 15,5 m.kr. og fráveita 15 m.kr.

Tillögunni vísað til annarrar umræðu.
Samþykkt samhljóða.
Minnisblað - 2005008 - gjaldskrárbreytingar.pdf
Fjárhagsáætlun 2021-2024 - fyrri umræða.pdf
2. 2005008 - Álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatts 2021.
Úr fundargerð 258. fundar byggðarráðs 9.10.2020, dagskrárliður 1:
Fjárhagsáætlun 2021 - 2024 - 2005008
Tillaga til sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024.
Minnisblað um gjaldskrár skv. fjárhagsáætlun 2021.
Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatts 2021.

Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatts.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatts verði óbreytt milli áranna 2020 og 2021. Viðmiðunartekjur vegna afsláttar aldraðra og lífeyrisþega vegna fasteignaskatts hækki sem nemur breytingu á launavísitölu milli áranna 2018 og 2019.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga byggðarráðs samþykkt samhljóða.
Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2021.pdf
3. 2011002 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki VII
Úr fundargerð 258. fundar byggðarráðs 9.11.2020, dagskrárliður 2:
Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki VII - 2011002
Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun lögð fram.
Fjárfestingar lækka um 5.m.kr., lögfræðikostnaður eykst um 2.m.kr. Framlag til Silfurtúns í stað láns kr. 12 m.kr. Launakostnaður Auðarskóla eykst um 17,3 m.kr. þ.m.t. biðlaun sem gjaldfærast á árinu 2020 og 3,8 m.kr. bæstast við kostnað vegna skólavistar. Kostnaður lækkar um kr. 3,5 m.kr. og tekjur aukast um 13,7 m.kr. Tekjur og gjöld vegna aðalskipulagsbreytinga 3,5 m.kr. jafnast út.
Samþykkt samhljóða að leggja tillögu að viðauka VII við fjárhagsáætlun 2020 fyrir sveitarstjórn.

Til máls tók: Kristján.
Viðauki VII við fjárhagsáætlun 2020 samþykktur samhljóða.
Vegna viðauka.VII-fjárfestingar.pdf
Vegna viðauka.VII.pdf
R. Yfirlit viðauka 2020_Dalabyggð VII.pdf
4. 2010024 - Breyting varðandi varamenn í sveitarstjórn
Tveir varamenn í sveitarstjórn, Svana Jóhannsdóttir og Valdís Gunnarsdóttir, hafa flutt lögheimili sitt úr sveitarfélaginu. Í samræmi við 2. mgr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga breytist röð varamanna í sveitarstjórn Dalabyggðar og verður þannig:
1. Anna Berglind Halldórsdóttir
2. Jón Egill Jónsson
3. Sigurður Bjarni Gilbertsson
4. Þorkell Cýrusson
5. Sindri Geir Sigurðarson

Samþykkt samhljóða.
5. 1806011 - Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar
Svana Jóhannsdóttir hefur látið af störfum sem fyrsti varamaður í umhverfis- og skipulagsnefnd og fyrsti varamaður í atvinnumálanefnd.
Hlöðver Ingi Gunnarsson hefur látið af störfum sem aðalmaður í menningarmálanefnd

Lagt er til að Eyjólfur Ingvi Bjarnason verði fyrsti varamaður í umhverfis- og skipulagsnefnd.
Samþykkt samhljóða.

Lagt er til að Anna Berglind Halldórsdóttir verði fyrsti varamaður í atvinnumálanefnd.
Samþykkt samhljóða.

Lagt er til að Sigríður Huld Skúladóttir verði aðalmaður í menningarmálanefnd.
Samþykkt samhljóða.
6. 1806012 - Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar
Svana Jóhannsdóttir hefur látið af störfum sem varamaður í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands og varamaður í stjórn Dalagistingar ehf.
Í stjórn Dalagistingar ehf. eiga að vera tveir varamenn skv. samþykktum félagsins. 2018 tilnefndi sveitarstjórn þrjá. Lagt er til að Þuríður taki sæti fyrsta varamanns en hún var þriðji varamaður. Jón Egill Jónsson er annar varamaður en útfrá kynjahlutfalli er rétt að fyrsti varamaður sé kona m.v. skipan stjórnar.
Samþykkt samhljóða.

Lagt er til að Anna Berglind Halldórsdóttir taki sæti varamanns í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Samþykkt samhljóða.
Eyjólfur víkur af fundi undir dagskrárliðum 7-9 vegna eigin umsóknar um framkvæmdarleyfi til skógræktar.
7. 2004003 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Dalabyggðar að óska umsagnar Minjastofnunar vegna skógræktarverkefna
Úr fundargerð 109. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 5.11.2020, dagskrárliður 1:
2004003 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Dalabyggðar að óska umsagnar Minjastofnunar vegna skógræktarverkefna
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lögð fram.
Fyrir liggur niðurstaða frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála varðandi kæru á ákvörðunum sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 5. mars 2020 um að binda samþykkt umsókna um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi þriggja jarða í Dalabyggð tilteknum skilyrðum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd er sammála um að orðalag fyrirvara um samþykkt aðliggjandi jarða hafi verið óheppilegt. Eftir stendur að leita þarf umsagna hjá hagsmunaaðilum, m.a. eigendum aðliggjandi jarða, og af því leiðir að afla þarf þeirra með framkvæmd grenndarkynningar, t.d. vegna óljósra landamerkja og nálægðar við mannvirki.

Sveitarstjórn er óheimilt að veita leyfi til framkvæmda án þess að fyrir liggi fornleifa-, húsa- og mannvirkjaskráningar skv. 2. mgr. 16. gr. laga um menningarminjar. Fornleifa-, húsa- og mannvirkjaskráningar á tilteknu svæði telst ekki lokið fyrr en skráning hefur hlotið staðfestingu Minjastofnunar Íslands sbr. 6. mgr. 15. gr. laga um menningarminjar. Sveitarstjórn er því ekki heimilt að veita leyfi án þess að fyrir liggur staðfesting MÍ á fornleifa,- húsa- og mannvirkjaskráningu svæðisins.

Nefndin telur þó ýmis ákvæði Minjastofnunar Íslands í tengslum við umsagnir um veitingu framkvæmdaleyfa íþyngjandi fyrir landeigendur og framkvæmdaraðila, m.a. vegna kostnaðar og umfangs skráningarinnar.

Hvetur nefndin Minjastofnun og Skógræktina til að koma upp verklagi við fornleifaskráningu sem er ekki íþyngjandi fyrir skógarbændur.

Með hliðsjón af framangreindu leggur nefndin því til að sveitarstjórn felli úr gildi samþykktar leyfisveitingar fyrir skógrækt að Hóli og Stóra-Langadal samkvæmt 25. gr. stjórnsýslulaga og að þær verði afgreiddar að nýju

Með vísan í úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 23/2020 fellir sveitarstjórn úr gildi afgreiðslu framkvæmdaleyfa frá 188. fundi sveitarstjórnar 5.3.2020 fyrir skógrækt að Hóli og Stóra-Langadal samkvæmt 25. gr. stjórnsýslulaga. Umsóknirnar verða teknar til afgreiðslu að nýju.
Samþykkt samhljóða.
Framkvæmdaleyfi Skógrækt Hóll og Stóri-Langidalur.pdf
Um úrskurð.pdf
Almenn skilyrði framkvæmdaleyfa fyrir skógrækt.pdf
Framkvæmdaleyfi Skógrækt Hóll og Stóri-Langidalur.pdf
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlyndamála.pdf
8. 1903015 - Skógrækt í Stóra-Langadal
Umsókn um framkvæmdaleyfi tekin fyrir vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Með vísan í úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 23/2020 samþykkir sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í Stóra-Langadal (137510) að undangenginni grenndarkynningu. Við framkvæmdina skal tryggja að ekki sé gróðursett nær skráðum fornminjum en 15 metrar.
Samþykkt samhljóða.
Umsókn um framkvæmdaleyfi.pdf
Stóri-Langidalur - umsögn Minjastofnunar.pdf
9. 1910024 - Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn
Úr fundargerð 109. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 5.11.2020, dagskrárliður 3:
1910024 - Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á jörðinni Hóli.
Umhverfis- og skipulagsnefnd vísar í afgreiðslu máls númer 2004003 og fellir málið niður

Til máls tók: Kristján.
Með vísan í úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 23/2020 samþykkir sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á Hóli (137716) að undangenginni grenndarkynningu. Við framkvæmdina skal tryggja að ekki sé gróðursett nær skráðum fornminjum en 15 metrar.
Samþykkt samhljóða.
Hóll - umsögn Minjastofnunar.pdf
Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt á Hóli.pdf
10. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Bókun úr fundargerð 109. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 5.11.2020, dagskrárliður 2, er í fylgiskjali.
Til máls tóku: Kristján og Eyjólfur.

Skipulagsstofnun beindi því til sveitarfélagsins að bíða með að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar til tillaga að viðauka við landsskipulagsstefnu hefur verið lögð fram til kynningar. Á 197. fundi sínum 15.10.2020 samþykkti sveitarstjórn að fara að beiðni Skipulagsstofnunar um að bíða með auglýsingu skipulagstillögunar, þar til viðauki landsskipulagsstefnu liggur fyrir til kynningar.
Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir áhyggjum af að kynning viðauka við landsskipulagsstefnu hefur dregist.
Samþykkt samhljóða.
Svar frá Skipulagsstofnun vegna viðauka landsskipulagsstefnu.pdf
Bréf til sveitarstjórnar 29 okt 2020.pdf
Tölvupóstur frá Skipulagsstofnun 9_11_2020.pdf
Bókun úr fundargerð 109 fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 5_11_2020 - dagskrárliður 2.pdf
11. 2001056 - Íþrótta- og tómstundastefna Dalabyggðar
Úr fundargerð 99. fundar fræðslunefndar 19.10.2020, dagskrárliður 2:
2001056 - Íþrótta- og tómstundastefna Dalabyggðar
Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 21. september. Ein athugasemd barst.
Fræðslunefnd þakkar fyrir innsendar ábendingar.

Íþrótta- og tómstundastefna samþykkt og vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða

Íþrótta- og tómstundastefna Dalabyggðar samþykkt samhljóða.
íþrótta og tómstundastefna - drög til umsagnar.pdf
12. 1810018 - Ungmennaráð Dalabyggðar
Úr fundargerð 99. fundar fræðslunefndar 19.10.2020, dagskrárliður 3:
1810018 - Ungmennaráð Dalabyggðar
Skv. erindisbréfi ungmennaráðs á að skipa nýtt ráð á hverju hausti.
Fræðslunefnd óskar eftir tilnefningum í ungmennaráð. Verður auglýst á heimasíðu Dalabyggðar. Nýtt ungmennaráð verði skipað í nóvember.
Samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn erindisbréfi ungmennaráðs verði breytt þannig að skipunartími fulltrúa í ungmennaráð verði tvö ár. Skipað verði í helming sæta árlega.
Samþykkt samhljóða.

Lagt til við sveitarstjórn að halda sveitarstjórnarfund unga fólksins í vetur.
Samþykkt samhljóða.

Breyting á skipunartíma ungmennaráðs samþykkt samhljóða.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að halda sveitarstjórnarfund unga fólksins í vetur.
Ungmennaráð Dalabyggðar - Erindisbréf.pdf
13. 2009024 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19
Úr fundargerð 99. fundar fræðslunefndar 19.10.2020, dagskrárliður 4:
2009024 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19
Úr fundargerð 253. fundar byggðarráðs 24.09.2020, dagskrárliður 5:
2009024 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19
Í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.
Drög að reglum um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja í Dalabyggð lögð fram.

Byggðarráð vísar drögum að reglum til umsagnar hjá fræðslunefnd.
Samþykkt samhljóða.
Fræðslunefnd staðfestir reglurnar og vísar þeim til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

Reglur um úthlutun sérstakra tómstundastyrkja samþykktar samhljóða.
Vegna sérstakra styrkja (íþr og tómst) - Drög.pdf
14. 2010019 - Nafnabreyting úr Ljárskógalandi í Vindheima
Úr fundargerð 109. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 5.11.2020, dagskrárliður 4:
2010019 - Nafnabreyting úr Ljárskógalandi í Vindheima
Óskað er eftir nafnabreytingu á landeign - úr Ljárskógalandi í Vindheima.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við hið nýja nafn og samþykkir breytinguna.

Samþykkt samhljóða.
Bréf með ósk um nafnabreytingu.pdf
15. 2011015 - Fyrirhuguð þorrablót - staða m.t.t. sóttvarna.
Til máls tóku: Einar og Eyjólfur.

Málinu vísað til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
16. 2011017 - Samningur um eldhúsrekstur.
Samningur við Dalakot ehf. um rekstur eldhúss á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni.
Til máls tók: Ragnheiður.

Sveitarstjórn samþykkir drög að samningi við Dalakot ehf. um rekstur eldhúss á Silfurtúni. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningi samkvæmt þeim.
Samþykkt samhljóða.
DRÖG - samningur - eldhús - Silfurtún.pdf
17. 1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Fyrirspurn hefur borist um leigu á Laugum í vetur.
Til máls tók: Kristján.
Erindinu vísað til afgreiðslu í byggðarráði.
Samþykkt samhljóða.
18. 1905028 - Ægisbraut 2
Úr fundargerð 258. fundar byggðarráðs 9.11.2020, dagskrárliður 4:
1905028 - Ægisbraut 2
Tilboð hefur borist í eignina.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja fram gagntilboð.

Samþykkt að gera gagntilboð í samræmi við trúnaðarbókun byggðarráðs frá 9.11.2020.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
19. 2009005F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 99
1. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024 - 2005008
2. Íþrótta- og tómstundastefna Dalabyggðar - 2001056
3. Ungmennaráð Dalabyggðar - 1810018
4. Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19 - 2009024
5. Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða - 2010009
6. Ráðning skólastjóra Auðarskóla - 2008005
7. Viðbrögð Auðarskóla vegna heimsfaraldurs COVID-19 - 2003031

Til máls tók: Einar vegna fundarliðar nr. 5.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
20. 2010007F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 38
1. Rekstur Silfurtúns 2020 - 2001053
2. Staða vegna COVID-19 - 2003010

Samþykkt samhljóða.
21. 2005010F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 57
1. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024 - 2005008
2. Bókun Barnaverndarnefndar - 2010015
3. Trúnaðarbók félagsmálanefndar - 1809016

Samþykkt samhljóða.
22. 2010002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 257
1. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024 2005008
2. Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021 2010010
3. Menningarmálaverkefnasjóður - 2009004
4. Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell - 1912011
5. Ólafsdalur og Landsáætlun um uppbyggingu innviða - 2010012
6. Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð - 1809013
7. Erindi vegna fasteignaskatts - 2010013
8. Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni 2010016
9. Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020 - 2001001
10. Áætlun um refaveiðar 2020-2022 - 2003023
11. Bilun í fráveitu - 2002003

Samþykkt samhljóða.
23. 2010009F - Byggðarráð Dalabyggðar - 258
1. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024 - 2005008
2. Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki VII - 2011002
3. Umsókn um fasteignastyrk - 2010028
4. Ægisbraut 2 - 1905028
5. Vínlandssetur - 1807013
6. Fjárhagsáætlun HeV 2021 - 2010026
7. Stekkjarhvammur 5 - 2011001
8. Umframkostnaður vegna fráveituframkvæmda. - 1911008
9. Fjárhagsáætlun embættis byggingarfulltrúa 2021 - 2011011
10. Yfirlýsing og kröfur frá hópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi í ferðaþjónustu - 2011005
11. Nýsköpunarsetur í Dalabyggð - 2005027

Samþykkt samhljóða.
24. 2010003F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 109
1. Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Dalabyggðar að óska umsagnar Minjastofnunar vegna skógræktarverkefna - 2004003
2. Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003042
3. Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn - 1910024
4. Nafnabreyting úr Ljárskógalandi í Vindheima - 2010019
5. Virkjun vindorku á Íslandi - 2010011
6. Skýrsla um smávirkjanir - 2010017
7. Strandverðir Íslands - hreinsun strandlengju Íslands - 2010025

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
25. 2002008 - Fundargerðir Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs.
Fundargerð ársfundar 2020 lögð fram.
Til kynningar.
Ársfundur BDRS 29_09_20 drög.pdf
26. 1902003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2019 - 2020
Fundargerðir stjórnar frá 16.10.2020 og 30.10.2020 lagðar fram.
Til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 889.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 890.pdf
27. 2003001 - Dalaveitur - fundargerðir stjórnar 2020
Fundargerð stjórnar frá 29.10.2020 lögð fram.
Til kynningar.
Dalaveitur ehf - 32.pdf
28. 2001017 - Fundargerðir Dalagistingar ehf.
Fundargerð stjórnar frá 10.11.2020 lögð fram.
Til kynningar.
Dalagisting ehf 78.pdf
29. 1911021 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses
Fundargerð stjórnar 11.11.2020 lögð fram.
Til kynningar.
Fundur stjórnar Bakkahvamms 11_11_2020.pdf
30. 2010018 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2020
Ársskýrsla 2019 og fundargerðir aðalfundar 2020 og heilbrigðisnefndar 27.05.2020 og 16.07.2020 lagðar fram.
Til kynningar.
Aðalfundur HeV 15062020 fundargerð.pdf
Ársskýrsla 2019_heilbrigðisnefnd og heilbrigðiseftirlit.pdf
162. fundargerð 160720.pdf
161. fundur fundargerð 270520.pdf
Mál til kynningar
31. 2001036 - XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundarboð landsþings Sambands ísl. Sveitarfélaga lagt fram.
Til kynningar.
Boðun landsþings XXXV - des 2020.pdf
32. 2005016 - Iðnaðarsvæði við Iðjubraut í Búðardal
Fornleifaskráning hefur farið fram og verður deiliskipulagið því auglýst.
Til kynningar.
Fornleifaúttekt.pdf
33. 2009020 - Haustþing SSV 2020
Fundargerð og ályktanir frá haustþingi SSV lagðar fram.
Til kynningar.
Haustþing-2020-samþykkt-ályktun-um-samgöngumál.pdf
Haustþing-2020-samþykkt-ályktun-um-opinbera-þjónustu.pdf
Haustþing-2020-samþykkt-ályktun-um-atvinnumál.pdf
Haustþing-SSV-2020-fundargerð.pdf
34. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 28. mál.
Frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál.
Frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.
Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál.

Til kynningar.
Frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu) 28 mál.pdf
Frumvarp til laga um fjarskipti 209 mál.pdf
Frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til 206 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar 39 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru 43 mál.pdf
35. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir áhyggjum af að kynning viðauka við landsskipulagsstefnu hefur dregist.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur frá Skipulagsstofnun 9_11_2020.pdf
36. 2011003 - Handbók og vinnusmiðjur um virkt samráð
Til kynningar.
Bréf með upplýsingum um verkefnið.pdf
Samráð - bæklingur.pdf
37. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Til kynningar.
Minnisblað til sveitarstjórnar v Covid.pdf
38. 2011014 - Tilkynning um niðurfellingu Ormstaðavegar af héraðsvegaskrá.
Til kynningar.
5922 Ormsstaðarvegur tilkynning.pdf
39. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Minnisblað lagt fram.
Til kynningar.
Minnisblað - 1911028 - íþróttamannvirki undirbúningur - 11_11_2020.pdf
40. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Minnisblað lagt fram.
Til kynningar.
Minnisblað - 2003004 - Sameining sveitarfélaga 4.pdf
41. 2010025 - Strandverðir Íslands - hreinsun strandlengju Íslands
2010025 - Strandverðir Íslands - hreinsun strandlengju Íslands
Lagt fram til kynningar erindi frá Strandvörðum Íslands.
Nefndin þakkar erindið en tekur undir sjónarmið sveitarstóra Dalabyggðar um að verkefnið rúmist ekki innan fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2021.

Til mál tók: Kristján.
Strandverðir Íslands - kynning.pdf
42. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra nóvember 2020.pdf
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn 10. desember.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta