Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 19

Haldinn á fjarfundi,
28.09.2021 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Úr fundargerð 276. fundar byggðarráðs 22.09.2021, dagskrárliður 1:
2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Fyrstu drög að fjárhagsáætlun lögð fram.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun til umræðu í nefndum. Nefndir skili niðurstöðum sínum til byggðaráðs fyrir 10. október.
Samþykkt samhljóða.

Drög að fjárhagsáætlun lögð fram.

Nefndin leggur til að áætlun fyrir menningarmálaverkefnasjóð hækki til að raunhæft sé að sjóðurinn geti sinnt hlutverki sínu.
2. 2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi
Unnið áfram með verkefnið varðandi aukna nýtingu félagsheimila í samræmi við 18. fund nefndarinnar.
Nefndin ætlar að standa fyrir hugarflugsfundum í hverju félagsheimili þar sem farið er yfir möguleg framtíðarhlutvek heimilanna.
Áætlað er að fundirnir verði haldnir á fjórum dögum, stefnt er að fyrstu viku í nóvember (1.-4.) en tillit tekið til veðurs ef þarf.
3. 2009004 - Menningarmálaverkefnasjóður
Nefndin ræðir verkefnið í tengslum við fjárhagsáætlunargerð og leggur fram drög að reglum fyrir sjóðinn.
Reglur sjóðsins og eyðublað samþykkt.
menningarmalaverkefnasjodur_reglur_drog.pdf
menningarmalaverkefnasjodur_eydublad_drog.pdf
4. 2109010 - Sýning - Nr.4 Umhverfing
Sýningin Nr.4 Umhverfing hefur áhuga á að finna sýningarrými í Dalabyggð. M.a. er leitað að vöktuðu rými fyrir stórt verk.

Byggðarráð vísaði einnig styrkbeiðni þeirra til nefndarinnar.

Nefndin fagnar því að Akademia skynjunarinnar hafi áhuga á að halda sýninguna í Dalabyggð sem er góð viðbót við menningarlíf í sveitarfélaginu.

Nefndin leggur til að haft sé samband við ferðaþjóna og fyrirtæki í Dalabyggð um sýningarrými. Verkefnastjóri vinnur áfram.
Nefndin hvetur aðila sem hafa tök á að hafa verk til sýnis að taka þátt í verkefninu.

Nefndin leggur til að verkefnið verði styrkt um 50.000kr. og að skrifstofa sveitarfélagsins leggi verkefninu lið eftir því sem við á, með þeim fyrirvara að af verkefninu verði.
Nr 4 Umhverfing og kynning á Verkefninu Umhverfing.pdf
Byggðarráð Dalabyggðar - 276 (22.9.2021) - Sýning - Nr.4 Umhverfing.pdf
Bréf til Dalabyggðar - Akadema skynjunarinnar.pdf
Mál til kynningar
5. 2006010 - Samstarf safna á Vesturlandi
Skýrsla um aukið samstarf safna á Vesturlandi lögð fram til kynningar.
Gögnin eru afrakstur vinnu sem hófst árið 2019 og er tilkomið vegna aðgerðar C.14 í Byggðaáætlun Stjórnarráðsins um aukið samstarf safna og stofnun ábyrgðarsafns.
Vinnan var unnin af ráðgjafafyrirtækinu Creatrix í samstarfi við SSV.

Lagt fram til kynningar.
Aukin samvinna safna sveitarfélaga á Vesturlandi _loka.pdf
Samstarf safna á Vesturlandi_19052021_SSV.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:43 

Til bakaPrenta