Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 344

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
22.01.2026 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Lagt er til að máli nr. 2601023, Varúðarniðurfærsla skattkrafna v.2025, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 12.

Lagt er til að máli nr. 2601025, Námsvist utan lögheimilissveitarfélags, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 13.

Lagt er til að máli nr. 2601026, Umsókn um leikskólavist í öðru sveitarfélagi, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 14.

Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2512021 - Útsvar og fasteignaskattur 2026
Elli- og örorkulífeyrisþegar, með lögheimili og búsetu í Dalabyggð, njóta afsláttar af fasteignaskatti og holræsagjaldi, sem lagt er á íbúðarhúsnæði í eigu viðkomandi enda hafi hann þar búsetu og hafi ekki af því leigutekjur.
Upplýsingar Tryggingastofnunar (TR) um tekjuviðmið höfðu ekki verið birtar þegar gögn voru unnin fyrir sveitarstjórnarfund í desember sl. og því samþykkt að viðmið fyrir afslátt ellilífeyrisþega og öryrkja yrðu birt á heimasíðu Dalabyggðar þegar tilkynnt yrði um álagningu fasteignagjalda 2026.
Hér eru lögð fram drög að þeim viðmiðum (sjá viðhengi með fundargerð).

Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu.
2. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Farið yfir stöðu mála hvað framkvæmdir varðar.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar.
Lögð fram drög að samningi á milli Dalabyggðar og Ungmennafélagsins Ólafs pá um búnað.
Lögð fram drög að leigusamningi vegna meðferðarherbergis.

Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar.
Byggðarráð samþykkir að vinna áfram með framlögð drög að samningum sem til umræðu voru.
3. 2601017 - Umsagnarleyfi um tækifærisleyfi Þorrablót Ungmennafélagið Stjarnan Tjarnarlundi
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 31. janúar n.k. með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007.
Samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr.375/2016 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir innan Dalabyggðar miðast við fæðingarár, eða þá sem verða 18 ára á árinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Tjarnarlundi.
4. 2601016 - Umsagnarleyfi um tækifærisleyfi Þorrablót Laxdæla Dalabúð
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 24. janúar n.k. með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007.
Samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr.375/2016 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir innan Dalabyggðar miðast við fæðingarár, eða þá sem verða 18 ára á árinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Dalabúð.
5. 2601021 - Umsagnarleyfi um tækifærisleyfi Þorrablót Suður-Dala Dalabúð
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 7. febrúar n.k. með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007.
Samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr.375/2016 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir innan Dalabyggðar miðast við fæðingarár, eða þá sem verða 18 ára á árinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Dalabúð.
6. 2601020 - Búseturúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda
Erindi frá mennta-og barnamálaráðuneyti þar sem fram kemur að framlag ríkisins til Dalabyggðar vegna búsetuúrræða barna með fjölþættan vanda vegna ársins 2025 sé kr. 83.616.450,-
Einnig liggja fyrir drög að samningi við Barna- og fjölskyldustofu um fjármögnun þjónustu við börn með fjölþættan vanda fyrir árið 2026.

Sveitarstjóri kynnti stöðu mála, byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í anda umræðu á fundinum.
7. 2309007 - Staða innviða
Rætt um stöðu á íbúða- og atvinnuhúsamarkaði í Dalabyggð.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
8. 2411008 - Gott að eldast - Dalabyggð
Lögð fram drög að erindisbréfi MÓMA teymis í Dalabyggð í tenglsum við verkefnið Gott að eldast og í kjölfar samskipti við HVE, SSV og aðra þá sem koma að þjónustu við aldraða.
Byggðarráð styður við stofnun MÓMA teymis í Dalabyggð og fagnar því að verkefnið sé að komast á framkvæmdastig.
9. 2505022 - Samningur um barnaverndarþjónustu
Farið yfir stöðu mála í málefnum barnaverndar. Núverandi heimild Dalabyggðar til að vera sjálfstæð í málaflokknum gildir til 28. febrúar n.k. Kynnt staða mála í viðræðum um mögulega aðild Dalabyggðar að barnaverndarþjónustu en skv. breytingum sem gerðar voru árið 2023 þurfa barnaverndarþjónustur að vera fyrir 6000 manna þjónustusvæði að lámarki.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
10. 2512006 - Byggðasafn Dalamanna, geymsluaðstaða og viðbragðsáætlun
Rætt um möguleika varðandi geymsluaðstöðu safnamuna.
11. 2311021 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar - uppfærsla 2026
Rætt um mögulega breytingu á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar skv. auglýsingu um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga nr. 1180/2021 í samræmi við 9. gr. sveitarstjórnarlaga.
Samþykkt að boða til vinnufundar sveitarstjórnar um verkefnið.
12. 2601023 - Varúðarniðurfærsla skattkrafna v.2025
Kynnt tillaga um að varúðarniðurfærsla vegna útistandandi skattkrafna verði lækkuð um 1,2 millj.kr. frá því sem nú er vegna útistandandi skattkrafna í lok árs 2025.
Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu.
13. 2601025 - Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Kynnt framkomin umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags.
Byggðarráð samþykkir framkomna umsókn.
14. 2601026 - Umsókn um leikskólavist í öðru sveitarfélagi
Kynnt framkomin umsókn um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags.
Byggðarráð samþykkir framkomna umsókn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta