Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 129

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
09.04.2024 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir varamaður,
Ragnheiður H Bæringsdóttir varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri,
Svanhvít Lilja Viðarsdóttir fulltrúi starfsmanna,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Linda Guðmundsdóttir sat fundinn undir lið 1.
1. 2404001 - DalaAuður - staða mála
Á fundinn mætir Linda Guðmundsdóttir verkefnastjóri og kynnir stöðu verkefnisáætlunar DalaAuðs sem tengist þeim málaflokkum sem undir fræðslunefnd heyra.
Fræðslunefnd þakkar Lindu fyrir góða yfirferð.
Herdís Erna Gunnarsdóttir sat fundinn undir liðum 2 og 3.
2. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Rætt um málefni grunnskólans.
Skólastjóri fór yfir stöðu mála.
Viðgerðum við sundlaug Auðarskóla/Dalabúðar er lokið og sundkennsla hafin.
Farið yfir stöðu starfsmannamála og er auglýsing um laus störf í loftinu núna, umsóknarfrestur til 15. apríl n.k.
Einnig var farið yfir dagskrá og skipulag skólastarfsins fram að vori.
3. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024
Rætt um málefni leikskóla.
Skólastjóri fór yfir stöðu mála.
Auglýsing um laus störf í leikskólanum er í loftinu núna og er umsóknarfrestur til 15. apríl.
Góður gangur er í framfylgni námsvísa og þeirra verkefna sem á dagskrá eru tengd því.
Skólastjóri vakti athygli á að aðstoðarleikskólastjóri flytji erindi á ráðstefnu Ásgarðs sem haldinn verður í Hofi á Akureyri n.k. föstudag.
4. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Á síðasta fundi fræðslunefndar var kynnt erindisbréf starfshópsins og skipaður fulltrúi nefndarinnar í hópinn og í kjölfarið tók sveitarstjórn erindisbréfið til afgreiðslu og tilnefndi sinn fulltrúa í hópinn og formann hans. Í kjölfarið samþykkti UDN aðkomu sína að starfinu og tilnefndi sinn fulltrúa.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar
Guðrún B. Blöndal fulltrúi fræðslunefndar
Jóhanna Sigrún Árnadóttir fulltrúi UDN

Formaður starfshópsins fór yfir stöðu mála.
Svanhvít Lilja Viðarsdóttir vék af fundi að loknum umræðum um lið 4.
5. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Kynnt til upplýsinga staða á útboði vegna skólaaksturs. Ríkiskaup heldur utan um framkvæmd útboðsins í samstarfi við Dalabyggð.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
6. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð
Rætt um stöðu tómstundastarfs í Dalabyggð og undirbúning starfs í málaflokknum n.k. sumar.
Formaður Undra kynnti að búið er að manna umsjón tómstundastarfs í Búðardal n.k. sumar, n.t.t. frá 4. júní til og með 28. júní.
Fræðslunefnd fagnar þessu góða frumkvæði Íþróttafélagsins Undra.
7. 2401041 - Ungmennaráð 2024
Rætt um tillögu að tímasetningu fundar ungmennaráðs með sveitarstjórn Dalabyggðar.
Fræðslunefnd leggur til að ungmennaráð fundi með sveitarstjórn á reglubundnum fundardegi sveitarstjórnar í júní, n.t.t. þann 13. júní.
Tómstundafulltrúa falið að undirbúa fundinn í samráði við ungmennaráð.
8. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal í MB
Farið yfir stöðu mála varðandi akstur á milli Búðardals og Borgarness v/framhaldsnáms í Menntaskóla Borgarfjarðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:55 

Til bakaPrenta