Til bakaPrenta
Dalaveitur ehf - 42

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
26.01.2023 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205012 - Ársreikningur Dalaveitna 2021 og forsvar verkefnisins
Ársreikningur 2021 lagður fram.
Tap var á rekstri félagsins sem nam kr. 10,5 millj.kr.
Skuldir og eigið fé námu kr. 124,3 millj.kr.
Ársreikningur samþykktur samhljóða.

Jafnframt var samþykkt samhljóða að Björn Bjarki Þorsteinsson gegni hlutverki framkvæmdastjóra Dalaveitna og fái jafnframt prókúruumboð fyrir fyrirtækið.
Ársreikningur Dalaveitur 2021_12.5.2022_áritað eintak.pdf
Kristján Ingi Arnarsson sat fundinn undir lið 2.
2. 2101015 - Ísland ljóstengt
Farið yfir stöðu mála varðandi ljósleiðaratengingar og rætt um stöðu mála í Búðardal.
Kristján Ingi sagði frá samtali sínu við fulltrúa Mílu varðandi lagningu ljósaleiðara í Búðardal þar sem fram kom að fyrirtækið hafi uppi áform um að leggja ljósleiðara í Búðardal. Stjórn Dalaveitna felur Kristjáni Inga að halda áfram samtali við Mílu með það að leiðarljósi að sem fyrst verði lagður ljósleiðari í Búðardal.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til bakaPrenta