Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 199

Haldinn á fjarfundi,
18.11.2020 og hófst hann kl. 18:05
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Anna Berglind Halldórsdóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Skipulagsstofnun beindi því til sveitarfélagsins að bíða með að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar til tillaga að viðauka við landsskipulagsstefnu hefði verið lögð fram til kynningar. Á 197. fundi sínum 15.10.2020 samþykkti sveitarstjórn að fara að beiðni Skipulagsstofnunar um að bíða með auglýsingu skipulagstillögunar, þar til viðauki landsskipulagsstefnu hefði verið lagður fram til kynningar. Viðaukinn var lagður fram 13.11.2020.
Til máls tóku: Kristján og Eyjólfur.

Þann 22. júní sl. staðfesti sveitarstjórn Dalabyggðar niðurstöðu umhverfis- og skipulagsnefndar dags. 5. júní þar sem uppdráttur og greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar voru samþykkt og að tillagan skyldi auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar beindi stofnunin því til sveitarfélagsins með bréfi dags. 4. september 2020 að bíða með að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar til tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu hefur verið lögð fram til kynningar.

Tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 var lögð fram 13. nóvember sl. og er það niðurstaða sveitarstjórnar að farið hafi verið eftir ábendingu Skipulagsstofnunar um bið þar til áðurnefnd kynning lægi fyrir.

Sveitarstjórn ítrekar samþykki á uppdrætti og greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna samkvæmt þeirri málsmeðferð sem við á skv. skipulagslögum. Frestur til að skila umsögnum um tillöguna verði til 20. janúar 2021.

Samþykkt samhljóða.
Tillaga-ad-vidauka-vid-landsskipulagsstefnu-2015-2016.pdf
Tillaga-ad-vidauka-vid-landsskipulagsstefnu-2015-2026 - með breytungu á kafla 6_3.pdf
7358-003-ASK-005-V02 Hróðnýjarstaðir vindorkugarður askbr.pdf
Tölvupóstur 17_11_2020 frá Eflu.pdf
Minnisblað - vindorka - ÞMS.pdf
2. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Skipulagsstofnun beindi því til sveitarfélagsins að bíða með að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar til tillaga að viðauka við landsskipulagsstefnu hefði verið lögð fram til kynningar. Á 197. fundi sínum 15.10.2020 samþykkti sveitarstjórn að fara að beiðni Skipulagsstofnunar um að bíða með auglýsingu skipulagstillögunar, þar til viðauki landsskipulagsstefnu hefði verið lagður fram til kynningar. Viðaukinn var lagður fram 13.11.2020.
Þann 22. júní sl. staðfesti sveitarstjórn Dalabyggðar niðurstöðu umhverfis- og skipulagsnefndar dags. 5. júní þar sem uppdráttur og greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar voru samþykkt og að tillagan skyldi auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar beindi stofnunin því til sveitarfélagsins með bréfi dags. 4. september 2020 að bíða með að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar til tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu hefur verið lögð fram til kynningar.

Tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 var lögð fram 13. nóvember sl. og er það niðurstaða sveitarstjórnar að farið hafi verið eftir ábendingu Skipulagsstofnunar um bið þar til áðurnefnd kynning lægi fyrir.

Sveitarstjórn ítrekar samþykki á uppdrætti og greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna samkvæmt þeirri málsmeðferð sem við á skv. skipulagslögum. Frestur til að skila umsögnum um tillöguna verði til 20. janúar 2021.

Samþykkt samhljóða.

Tillaga-ad-vidauka-vid-landsskipulagsstefnu-2015-2016.pdf
Tillaga-ad-vidauka-vid-landsskipulagsstefnu-2015-2026 - með breytungu á kafla 6_3.pdf
7358-003-ASK-004-V01 Sólheimar vindorkugarður askbr.pdf
Tölvupóstur 17_11_2020 frá Eflu.pdf
Minnisblað - vindorka - ÞMS.pdf
3. 2011027 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki VIII
Viðauki vegna mögulegrar sölu á Ægisbraut 2.
Til máls tók: Kristján.
Viðauki VIII við fjárhagsáætlun 2020 samþykktur samhljóða.
R. Yfirlit viðauka 2020_Dalabyggð VIII.pdf
Mál til kynningar
4. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Staða varðandi breytingu á sorphirðu. Minnisblað lagt fram.
Til máls tók: Kristján.
Minnisblað - 1904034 - sorphirða.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta