Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 299

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.10.2022 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Þær Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir bókari sátu fundinn undir liðum nr. 1 og 2 á dagskrá, Kristján Ingi Andrésson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir lið 1 á dagskrá.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Farið yfir stöðuna á fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2023. Rætt um mögulegan kostnað við að koma á aðgangsstýringarkerfi í húseignir í eigu Dalabyggðar til viðbótar því sem fram er komið í fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun. Samþykkt að halda áfram vinnunni á næsta fundi byggðarráðs þann 27.október n.k. og senda áætlunina í kjölfar þess fundar til fyrri umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar sem haldinn verði þann 10. nóvember n.k.
Stefnt skuli að íbúafundi til þess að kynna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar þann 17. nóvember og er sveitarstjóra falið að undirbúa þann fund og kynna fyrir íbúum í Dalabyggð.
2. 2210011 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki VII (7)
Lögð fram tillaga að viðauka nr. VII fyrir yfirstandandi rekstrarár. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

Stórum hluta framkvæmda við Íþróttamiðstöð í Búðardal verður frestað til ársins 2023 eða sem nemur kr. 217.800.000,- færast út af árinu 2022. Samhliða þeirri ákvörðun er hætt við lántöku upp á kr. 240.000.000,- eða henni frestað til ársins 2023.

Aukin fjárfesting til Silfurtúns kr. 4.500.000 og breytt fjárfesting úr því að keypt yrði bifreið í frekari framkvæmdir við húsnæðið kr. 3.500.000,- Með þessu næst að klára baðherbergi og endurbótum á tveimur rýmum heimilismanna. Viðbótarframlag frá Framkvæmdasjóði aldraðra kr. 4.000.000,-

Frestað framkvæmdum á Eiríksstöðum kr. 3.500.000 til ársins 2023.

Aukin fjárfesting vegna sorphirðu kr. 1.600.000

Samþykkt að ganga til viðræðna um kaup á hlut í fasteign að Miðbraut 11 fyrir allt að kr. 5.000.000,-

Á 297 fundi Byggðaráðs var samþykkt heimild til tímabundins láns til Bakkahvamms hses sem endurgreitt verði í des n.k.

Hækkun á tekjum til Silfurtúns v.aukins framlags frá SÍ vegna hagvaxtarauka kr. 2.000.000.

Lækkun á aðaskipulagsvinnu kr. 2.000.000 og launum slökkviliðs kr. 2.000.000.

Aukinn vörukaup hjá skipulagsfulltrúa og slökkvistjóra um kr 100.000 í hvorri deild fyrir sig, v.kaupa á húsbúnaði.

Aukinn kostnaður við vatnsveitu vegna aukinna viðhaldsverkefna kr. 1.000.000
3. 2210010 - Útfærsla tómstundastyrks haustið 2022
Lögð fram tillaga að útfærslu á því hvernig viðbótarfjármagn til frístundastarfs barna og ungmenna verði nýtt á árinu 2022. Í ljósi tillögunnar samþykkir byggðarráð Dalabyggðar eftirfarandi:

Byggðarráð Dalabyggðar samþykkir að breyta reglum um frístundastyrk hjá sveitarfélaginu á þann veg að hann nái einnig til félagsstarfs, námskeiða, íþrótta og annarra tómstunda sem ekki eru í boði í sveitarfélaginu. Þannig verður m.a. hægt að nýta styrkinn á móti námskeiðum eða kennslu sem fer fram í gegnum netið.
Að auki verður styrkurinn hækkaður, tímabundið, fyrir þennan aldurshóp á haustönn 2022 og bætast 10.000 kr.- við styrkinn fyrir hvern einstakling í 1. til 10. bekk. Viðbótarfjármagnið er styrkur frá Stjórnarráði Íslands til að efla virkni og vellíðan barna og ungmenna.
Að öðru leyti gilda reglur Dalabyggðar um frístundastyrk fyrir börn og ungmenni, þ.e. viðkomandi þarf að eiga lögheimili í Dalabyggð og til að fá styrkinn greiddan þarf að skila greiðslukvittun á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 15. desember nk.

Það er von byggðarráðs að þessi samþykkt verði til þess að hvetja börn og ungmenni í Dalabyggð til að iðka íþróttir, sækja sér námskeið og sinna almennum tómstundum og styrkja þannig félagslega færni þessa dýrmæta hóps í samfélaginu.

4. 2210009 - Umsókn um lóð Bakkahvammur 13
Framlögð umsókn Sindra Geirs Sigurðssonar um lóðina að Bakkahvammi 13.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
5. 2204013 - Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Búðardal
Lögð fram fundargerð 11. fundar byggingarnefndar
Lögð fram fundargerð 11. fundar byggingarnefndar íþróttamannvirkja í Búðardal og rædd þau gögn sem þar voru kynnt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Eykt ehf. um gerð viljayfirlýsingar um frekari rýni á hönnunar- og kostnaðarþáttum verksins og felur sveitarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna f.h. Dalabyggðar.
6. 2208014 - Sala á félagsheimilinu Staðarfelli
Framlagt lóðarblað með afmörkun lóðar í kringum Félagsheimilið Staðarfelli vegna sölumeðferðar sem er að fara í gang.
Byggðarráð samþykkir lóðamörkin fyrir sitt leyti og heimilar að eignin fari í sölumeðferð.
7. 2208004 - Vegamál
Rætt um hugmyndir um samfélagsvegi og uppbyggingu vegakerfisins saman ber hugmyndir sem kynntar voru á opnun fundi í Húnaþingi vestra fyrir stuttu. Hugmyndin hefur verið kynnt fyrir fulltrúum í sveitarstjórn Dalabyggðar og ljóst að áhugi er fyrir því að þreifa frekar á möguleikum sem í þessari útfærslu gætu falist.
Byggðarráð Dalabyggðar samþykkti að bjóða byggðarráðum Húnaþings vestra og Stykkishólms/Helgafellssveitar til fundar um samgöngumál og þá brýnu þörf sem fyrir hendi er á vegabótum á þeim svæðum sem um ræðir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:50 

Til bakaPrenta