Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 17

Haldinn á fjarfundi,
27.04.2021 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi
Nefndin ræðir næstu aðgerðir í verkefninu.
Nefndin leggur til að haldnir verði kynningarfundir vegna félagsheimila í Dalabyggð.
Fyrri fundurinn yrði tileinkaður Árbliki og Dalabúð þann 5. maí og seinni yrði tileinkaður Tjarnarlundi og Staðarfelli þann 6. maí.
Vegna sóttvarnaráðstafana verða fundirnir haldnir í fjarfundabúnaði.
Á fundunum verður farið yfir skipulag og rekstur hvers félagsheimilis og teknar umræður um mögulegt framtíðar hlutverk hvers og eins.
Fundurinn vegna Árbliks og Dalabúðar verði haldinn kl.20:00 þann 5. maí.
Fundurinn vegna Tjarnarlundar og Staðarfells verði haldinn kl.20:00 þann 6. maí.
Framkvæmd funda verður í samstarfi við Sigurstein Sigurðsson menningarfulltrúa SSV.
Nefndin hvetur íbúa til þátttöku og huga að því að aðstoða eldri fjölskyldumeðlimi og vini við að tengjast fundunum.
2. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Nefndin minnir á verkefnið varðandi menningarmálaverkefnasjóð (mál nr. 2009004).
Nefndin beinir því til byggðarráðs við gerð fjárhagsáætlunar að gætt verði að fjármagni til uppbyggingar Byggðasafnsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30 

Til bakaPrenta