Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 44

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
22.01.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Sigurður Ólafsson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Forföll ullu því að vantaði fimmta nefndarmann en fundurinn löglegur þar sem meiri hluti nefndar mætti.


Dagskrá: 
Almenn mál
Bjarnheiður Jóhannsdóttir situr dagskrárlið 1 sem gestur fyrir hönd Eiríksstaða.
1. 2301015 - Eiríksstaðir 2023
Rekstraraðilar Eiríksstaða mæta á fund nefndarinnar og fara yfir starfsárið 2023.
Nefndin þakkar Bjarnheiði fyrir yfirferðina á starfsárinu 2023 og áætlanir fyrir 2024.
2. 2401016 - Almennt um vinnu verktaka 2024
17. janúar sl. var haldinn fundur með verktökum og iðnaðarmönnum í Dalabyggð þar sem kynnt var framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins og nýjar reglur þeirra sem koma til með að vinna við þær og aðrar framkvæmdir hjá Dalabyggð og tengdum félögum.
Nefndin þakkar þeim sem sáu sér fært að mæta á fundinn og góðar spurningar og umræður.

Nefndin tekur fram að samræma þarf hvort skila eigi inn taxta með eða án vsk, þ.e. ekki er samræmi milli leiðbeininga og eyðublaðs.

Umræður um hvort birta eigi niðurstöður minni verðkannana líkt og þegar um niðurstöður útboða er að ræða, þ.e. að þeir sem senda inn verð fái upplýsingar um niðurstöðu.

Umræður hvernig Dalabyggð tekur á "frávikstilboðum" þegar gerðar eru verðkannanir.

Umræður um nýtingu Ríkiskaupa-samninga fyrir stærri verkefni á vegum Dalabyggðar t.d. innkaup og flutning.

Nefndin vonar að í framhaldi af kynningu á framkvæmdaáætlun verði hægt að undirbúa verkefni ársins þannig að aðföng og undirbúningur sé tilbúið þegar að viðeigandi/ákveðnum verktíma kemur.
Vinnureglur um vinnu verktaka 2024_jan24..pdf
Yfirlýsing um áhuga á vinnu verktaka_jan24.pdf
3. 2212003 - Mælingar á farsímasamböndum í Dalabyggð
Í morgun var kynnt skýrsla Þorsteinn Gunnlaugssonar ráðgjafa hjá Gagna sem unnin var fyrir SSV um stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi.
Nefndin ræðir skýrsluna og næstu skref.

Lagt til að fá Þorstein Gunnlaugsson á fund nefndarinnar til að fara yfir þá þætti er snúa sérstakleg að Dalabyggð.
Lokautgafa-SSV-Fjarskiptauttekt-2.4.pdf
4. 2401027 - Nýsköpunarsetur Dalabyggðar 2024
Lagt til að gjaldskrá haldist óbreytt að öllu leyti fyrir utan að verð fyrir týndan lykil hækki sem nemur kostnaði við að fá og afgreiða nýjan.

Drög að dagskrá setursins kynnt nefndinni.

Gjaldskrá lögð fram til afgreiðslu.

Lagt til að gjaldskráin sé samþykkt.

Rætt um dagskránna í Nýsköpunarsetrinu fram á vor. Viðburðir eru skipulagðir ca. aðra hverja viku og verða auglýstir með fyrirvara á miðlum Dalabyggðar.
Gjaldskrá Nýsköpunarseturs Dalabyggðar 2024.pdf
Mál til kynningar
5. 2301014 - Fréttir frá verkefnastjóra 2023
Á árinu 2023 voru 2.041.657kr.- af 2.109.000kr.- sem áætlaðar voru í kynningarstarfsemi. Hér er lagt fram uppgjör ársins 2023 og áætlun 2024 til kynningar þar sem nefndin hefur þegar fjallað um stöðuna og það sem framundan er.
Umræður um að endurskoða áherslur á ferðablöð og taka frekar inn samfélagsmiðla og kostaðar auglýsingar.
Kynningarstarfsemi_2023-24_uppgjor.pdf
6. 2208004 - Vegamál
Laugardaginn 13. janúar birtist hálfsíðu auglýsing í Morgunblaðinu varðandi Skógarstrandarveg.
Lagt fram til kynningar.
Þekkir þú útsýnið (1).pdf
7. 2401029 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2024
Nóvember: Skráð atvinnuleysi í nóvember var 3,4% og hækkaði úr 3,2% í október. Minnst var atvinnuleysi á Norðurlandi vestra 1,4%, á Austurlandi 2,3% og eins 2,3% á Vesturlandi. Atvinnuleysi hækkaði alls staðar á landinu frá október og um 0,3% á Vesturlandi. Atvinnulausum fjölgaði í flestum atvinnugreinum í nóvember en mest var fjölgun atvinnulausra í gistiþjónustu. Alls komu inn 182 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í nóvember, þar af 6 á Vesturlandi.

Desember: Skráð atvinnuleysi í desember var 3,6% og hækkaði úr 3,4% í nóvember. Atvinnuleysi hækkaði á flestum stöðum á landinu frá nóvember nema á Vestfjörðum og Austurlandi þar sem það stóð í stað. Fór úr 2,3% í nóvember upp í 2,9% í desember á Vesturlandi. Atvinnulausum fjölgaði í flestum atvinnugreinum í desember en mest var fjölgun atvinnulausra í byggingariðnaði. Alls kom inn 121 nýtt starf sem auglýst var í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í desember, þar af 9 á Vesturlandi.

Lagt fram til kynningar.
november-2023-skyrsla.pdf
desember-2023-skyrsla.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:27 

Til bakaPrenta