Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 77

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
03.12.2025 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason formaður,
Guðrún Erna Magnúsdóttir aðalmaður,
Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2501031 - Félagsmál 2025
Farið yfir stöðu mála í málaflokknum.

Umrædd mál eru bundin trúnaði og því ekki frekar bókað hér.

Verkefnastjóri fjölskyldumála fór yfir stöðu mála.
2. 2501029 - Skammtímadvöl barna
Samráðshópur stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi hefur síðustu mánuði kannað möguleika á sameiginlegum rekstri á skammtímadvöl fyrir börn og ungmenni með fötlun á svæðinu. Þroskahjálp á Vesturlandi hefur lýst yfir vilja til að koma að slíkri uppbyggingu.

Drög að viljayfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi og Þroskahjálpar á Vesturlandi um uppbyggingu skammtímadvalar lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd lýsir ánægju með að þetta skref sé tekið og styður það að Dalabyggð verði aðili að viljayfirlýsingunni.
Viljayfirlýsing_skammtímadvöl_Vesturland_formlegt.pdf
3. 2405012 - Farsældarráð Vesturlands
Þann 1. október sl. var Farsældarráð Vesturlands formlega stofnað þegar undirrituð var samstarfsyfirlýsing meðal sveitarfélaga og stofnana á Vesturlandi.
Samstarfsyfirlýsingin tekur mið að tímabilinu 1.10.2025 - 31.12.2026 og er lagt upp með áframhaldandi samstarfi að þeim tíma loknum.

Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti samstarfsyfirlýsingu um stofnun Farsældarráðs Vesturlands. Dalabyggð ber að skipa fulltrúa í farsældarráðið, einn aðalmann og einn til vara.
Félagsmálanefnd leggur til að formaður félagsmálanefndar verði aðalmaður og formaður varamaður og vísar staðfestingu þessa til sveitarstjórnar.
4. 2505022 - Samningur um barnaverndarþjónustu
Farið yfir stöðu mála varðandi barnavernd. Framlengd undanþága Dalabyggðar til að vera sjálfstæð í málaflokknum hefur verið samþykkt fram til 28.02.2026.

Rætt um stöðu mála í viðræðum um mögulega aðild Dalabyggðar að barnaverndarþjónustu.

Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti stöðu mála varðandi samtal við barnavernd Mið Norðurlands.
5. 2411008 - Gott að eldast á Vesturlandi
Staða mála í samskiptum við HVE kynnt.
Verkefnastjóri fjölskyldumála og sveitarstjóri fóru yfir stöðuna á samtali við Heilbrigðisstofnun Vesturlands um samstarf. Félagsmálanefnd lýsir ánægju og stuðningi við framgang verkefnisins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45 

Til bakaPrenta