Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 63

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
28.09.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason formaður,
Guðrún Erna Magnúsdóttir aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir varamaður,
Inga Vildís Bjarnadóttir félagsráðgjafi,
Fundargerð ritaði: Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Formaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206033 - Jafnréttisáætlun
Skv. 13. gr. laga um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 skal að afloknum sveitarstjórnarkosningum gerð áætlun fyrir nýtt kjörtímabil um markmið og aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun, sbr. lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, þar sem m.a. komi fram hvernig unnið skuli að kynja- og jafnréttissjónarmiðum á öllum sviðum. Áætlunin skal lögð fram til samþykktar í sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.
Nefndin leggur til að gerð verði viðbragðsáætlun um hvernig tekið er á ofbeldi á vinnustað.

Samþykkt samhljóða

Jafnréttisáætlun vísað til byggðaráðs til umfjöllunar

Samþykkt samhljóða
2. 2207024 - Uppsögn á samningi um félagsþjónustu
Minnisblað SSV um félagsþjónustu í fámennum sveitarfélögum lagt fram til kynningar.
3. 2209014 - Sérstakur húsnæðisstuðningur 15-17 ára
Nefndin leggur til að 2. mgr. 9. gr. reglna um sérstakan stuðning í húsnæðismálum í Dalabyggð verði þannig orðuð.

Stuðningurinn er óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og getur numið allt að 50% af leigufjárhæð. Fjárhæð styrks skal þó aldrei nema hærri upphæð en 30.000 kr. á mánuði.

Samþykkt samhljóða.
4. 2112001 - Breytt skipulag barnaverndar
Félagsmálastjóri kynnti breytingar á farsældarlögum ásamt breytingum á starfsemi barnaverndar sem taka gildi 1. janúar 2023.
5. 2101011 - Trúnaðarbók félagsmálanefndar
Rætt um trúnaðarmál. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta