Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 230

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
12.01.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að mál nr. 2210026, Uppbygging innviða, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 2.
Lagt til að mál nr. 2301022, Umsögn um tækifærisleyfi v/þorrablót, verði bætt á dagskrá og verði liður nr. 9.

Röð annara dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Lögð fram að nýju tillaga að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020 - 2032.

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. mars 2022 að auglýsa tillögu að nýju Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032. Aðalskipulagstillagan, ásamt umhverfismatsskýrslu, var auglýst frá 15. júlí 2022 í samræmi við umhverfismatsskýrslu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Athugasemdafrestur lauk 26. ágúst 2022. Athugasemdir, ábendingar og umsagnir bárust á kynningartíma.

Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar dags. 7.11.2022 var lagt fram minnisblað með yfirliti yfir athugasemdir sem bárust. Leggur nefndin til að sveitarstjórn Dalabyggðar samþykki Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 með lagfæringum og breytingum sem lýst er í minnisblaðinu.

Til máls tóku: Guðlaug, Eyjólfur, Þuríður, Guðlaug (annað sinn).

Tillaga lögð fram til afgreiðslu:
Sveitarstjórn hefur farið yfir framlögð gögn og samþykkir, með vísan í 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, framlagða tillögu að nýju aðalskipulagi Dalabyggðar með þeim lagfæringum sem lýst er í minnisblaði umhverfis- og skipulagsnefndar. Jafnframt felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að senda þeim aðilum er athugasemdir gerðu, afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar um athugasemdir og að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

ASK-Dalabyggdar 2020-2032-GRG (ID 176795).pdf
MS-Ask Dalabyggðar - úrvinnsla eftir auglýsingu (ID 304927).pdf
2. 2210026 - Uppbygging innviða
Til máls tóku: Garðar, Skúli.

Tillaga lögð fram til afgreiðslu:
Með vísan í umræðu á íbúaþingi vorið 2022 þá leggur sveitarstjórn Dalabyggðar til við atvinnumálanefnd sveitarfélagsins að hún hlutist til um að stofnaður verði starfshópur til þess að halda utan um undirbúning á byggingu Iðngarða í Búðardal.
Mikil þörf er til staðar fyrir einyrkja og minni fyrirtæki á svæðinu fyrir bættan húsakost. Ekki hefur verið byggt iðnaðarhúsnæði í Búðardal síðan upp úr árinu 1980, fyrir utan endurbætur og viðbætur við húsnæði MS, og mikilvægt að hugað verði að þessu aðkallandi verkefni af fullri alvöru til eflingar atvinnulífs í Dalabyggð.
Í því ljósi að Dalabyggð er þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir má skoða í því samhengi hvort sækja mætti í opinbera sjóði verkefninu til stuðnings.

Samþykkt samhljóða.
3. 2211020 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2023
Á 302. fundi byggðarráðs var eftirfarandi breyting samþykkt við tillögu að fjárhagsáætlun 2023-2026:
"Lækkaðar eru tekjur v.dvalargjalds á leikskóla vegna niðurfellingar á dvalargjöldum fyrir skólahóp (elsta árgang í leikskóla) f.o.m. 1. janúar 2023."
Á 228. fundi sveitarstjórnar láðist að leggja fram breytinguna með afgreiðslu á gjaldskrám og er það því gert hér.

Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá Auðarskóli 2023 - tilb_.pdf
4. 2210002 - Samstarfssamningur við UDN - uppfærsla 2022
Lagður er fram samstarfssamningur við Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
UDN_samningur_undirritadur.pdf
5. 2210003 - Samstarfssamningur við Leikklúbb Laxdæla - uppfærsla 2022
Lagður er fram samstarfsamningur við Leikklúbb Laxdæla til staðfestingar. Engar efnislegar breytingar eru á samningnum og lagt til að hann gildi frá staðfestingu sveitarstjórnar til 31. desember 2025.
Samþykkt samhljóða.
Leikklúbbur_samningur_undirritadur.pdf
6. 2210006 - Stafræn húsnæðisáætlun
Samkvæmt lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál ber sveitarfélögum að gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn í samræmi við reglugerð nr. 1248/2018.
Hérna er lögð fram húsnæðisáætlun Dalabyggðar til staðfestingar sveitarstjórnar.

Lagt til að málinu sé frestað fram að næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
7. 2301023 - Þorrablót UMF Stjörnunnar - tækifærisleyfi
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 28. janúar n.k. með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007.
Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 14.03.2019 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði í eigu Dalabyggðar, þar sem áfengi er haft um hönd, vera 18 ár. Sama á að gilda hvort sem eignarhald húsnæðis er að fullu á hendi Dalabyggðar eða sameiginlegt með öðrum aðilum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Tjarnarlundi 28.janúar 2023.

Samþykkt samhljóða.
8. 2301022 - Þorrablót Laxdæla - tækifærisleyfi
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 21. janúar n.k. með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007.
Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 14.03.2019 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði í eigu Dalabyggðar, þar sem áfengi er haft um hönd, vera 18 ár. Sama á að gilda hvort sem eignarhald húsnæðis er að fullu á hendi Dalabyggðar eða sameiginlegt með öðrum aðilum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Dalabúð 21.janúar 2023.

Samþykkt samhljóða.
9. 2301031 - Þorrablót Suður-Dala - tækifærisleyfi
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 4. febrúar n.k. með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007.
Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 14.03.2019 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði í eigu Dalabyggðar, þar sem áfengi er haft um hönd, vera 18 ár. Sama á að gilda hvort sem eignarhald húsnæðis er að fullu á hendi Dalabyggðar eða sameiginlegt með öðrum aðilum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Árbliki 4.febrúar 2023.

Samþykkt samhljóða.

Eyjólfur tók til máls að lokinni afgreiðslu.
Fundargerðir til kynningar
10. 2201003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2022
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 916.pdf
11. 2201008 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2022
Lagt fram til kynningar.
Fundur-209.pdf
12. 2201001 - Fundargerðir SSV 2022
Lagt fram til kynningar.
169-fundur-stjornar-SSV-fundargerd-sign.pdf
170-fundur-stjornar-SSV-fundargerd.pdf
Mál til kynningar
13. 2301020 - Skýrsla frá sveitarstjóra 2023-
Lagt fram til kynningar.

Til máls tók: Björn Bjarki.
Skýrsla sveitarstjóra á fundi 230.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40 

Til bakaPrenta