| |
Undir lið 1 á dagskrá sitja þau Guðmundur Kári Þorgrímsson starfandi skólastjóri, Svanhvít Lilja Viðarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og Kristrún Lind Birgisdóttir frá Ásgarði skólaþjónustu (í gegnum fjarfundarbúnað).
| 1. 2508008 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2025-2026 | |
Guðmundur Kári kynnti stöðuna í daglegu starfi skólans síðustu vikur. Einnig fór Guðmundur Kári yfir áfallaáætlun skólans og uppfærslu á því skjali í ljósi aðstæðna.
Kynnt uppfærð drög að skólareglum sem hafa verið kynnt fyrir starfsfólki grunnskóla, eftir er að fara yfir drögin með starfsfólki leikskóla og skólaráði. Samþykkt að taka drögin til umræðu á næsta fundi fræðslunefndar.
Starfandi skólastjóri kynnti það sem fram fór á starfsdegi starfsmanna mánudaginn 6.október sl.
Kristrún frá Ásgarði skólaþjónustu fór yfir aðkomu Ásgarðs að starfi skólans í þeim aðstæðum sem uppi eru og aðstoð við stjórnendur og starfsmenn.
Kynnt var hvatning frá atvinnumálanefnd Dalabyggðar þess efnis að skoðað verði að fá fræðslu í Auðarskóla í tengslum við almyrkva 12. ágúst 2026. Fræðslunefnd tók jákvætt í hvatninguna.
Fræðslunefnd lýsir ánægju með allt viðbragð starfsmanna skólans og vill koma á framfæri þakklæti sínu til þeirra. | | |
|
Undir lið 2 á dagskrá sitja þau Svanhvít Lilja Viðarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og Guðmundur Kári Þorgrímsson starfandi skólastjóri.
| 2. 2508009 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2025-2026 | |
Svanhvít Lilja fór yfir stöðu mála í leikskólanum. 22 börn eru núna í leikskólanum og stefnir í fjölgun að óbreyttu í janúar 2026. Verið er að fara yfir námsvísi og fara yfir ákveðna þætti í samstarfi við Ásgarð skólaþjónustu líkt og verið er að gera í grunnskólanum.
Fræðslunefnd lýsir ánægju með allt viðbragð starfsmanna leikskólans og vill koma á framfæri þakklæti sínu til þeirra. | | Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir fulltrúi foreldra vék af fundi að loknum 2.lið á dagskrá.
| |
|
3. 2508007 - Ungmennaráð 2025-2026 | |
Farið yfir fram komnar umsóknir/framboð í Ungmennaráð Dalabyggðar. Fræðslunefnd þakkar framkomnar umsóknir/framboð.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að bjóða þeim Ísabellu Rós Guðmundsdóttur og Óliver Sebastían Tý Almarssyni laus sæti í Ungmennaráði Dalabyggðar.
Þórey vék af fundi undir þessum lið.
| | Guðrún Blöndal vék af fundi að loknum 3. lið á dagskrá.
| |
|
Ísak Sigfússon lýðheilsufulltrúi sat fundinn undir liðum 4, 5 og 6.
| 4. 2505001 - Lýðheilsa | |
Fræðslunefnd býður Ísak velkomin til starfa um leið og Guðnýju eru þökkuð hennar störf fyrir Dalabyggð. | | |
|
Guðný Erna fyrrv.lýðheilsufulltrúi kom inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og sagði frá ferð ungmenna og starfsmanna félagsmiðstöðva til Noregs.
| 5. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran | |
Guðný Erna sagði frá ferð ungmenna frá Íslandi til Noregs. Fræðslunefnd er sammála um að óska eftir stuttri greinargerð frá fulltrúum Dalabyggðar í ferðinni.
Fræðslunefnd lýsir ánægju með virkni félagsmiðstöðvarinnar í samstarfsverkefnum á vegum SAMFÉS sem og almennri virki í félagsmiðstöðinni. | | |
|
6. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal | |
| |
|